Stóð í stað?

Dow Jones hækkaði!!!! Mbl í dag.

Þegar litið er á "hækkunina" 0,07%, eh hmmm  *hóst* ... hvað eiga menn að segja? Get a job? 

Peningafréttir eru sósan á kartöflustöppu íþróttafrétta. Maður er bara aldrei viss um af hverju maður er að borða eitthvað svaka spennandi framyfir annað. Namminamm hvað þetta eru góðar stappaðar kartöflur! Eða af hverju maður fylgist með "fréttum" af einhverju ákveðnu. Eins og ef á hverjum degi segir einhver: "Jesús, heyrirumaðurrr?? Vekjaraklukkan fór í gang aftur í morgun!!"  Það er nú varla fréttnæmt nema góða Dow-hækkunin sé umtalsverð, er það? Hvað eigum við að segja? 5%? 10%? 25%?

Er það frétta-kækur að birta þessar upplýsingar eins og sumir eru með kæk að fara alltaf með faðirvorið við matarborðið? Eða þegar alkóhólistar fá sér bjór í morgunmat? "Hey, sdrágar, sjáiði -- Einn bjór i einum teig, góðann daginn! glúgg-glúgg"

Eða eru þessir peningabraskarar svona nervösir um smáaurana sína að frú tepra í þeim bíður eftir fréttinni og hoppar og skríkir þegar Dow hækkar um 0,07% en brestur í grát þegar Dow LÆKKAR (já ég sagði það: lækkar!) um 0,07%!!

Þið vitið, eins og þegar menn vinna 100kr í LOTTÓ. Voða spennó, mar, eins og núna áðan þegar ég rak við!


mbl.is Dow Jones hækkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband