Oh no! Ekki Giuliani!

giuliani-maskedSem langtíma íbúi í WTC hverfinu verð ég að segja að það er varla sanngjarnt að halda fram að Giuliani hafi reddað málum eftir 11. September. Þetta er maðurinn sem fékk því framgengt að almannavarnarstöðin var sett í WTC og þessar almannavarnir, nýkláraðar, voru auðvitað það fyrsta sem fóru. Ég tók sjálfur mynd af rústunum. Og sem íbúi í WTC hverfinu get ég staðfest að hann er lygari. Og vil líka benda á að ekki fengu björgunarmenn rykgrímur við að hreinsa til, (þeir fengu þær ekki fyrr en eftir margar vikur) En Giuliani sést sannarlega með grímu sjálfur strax fyrsta daginn. Mikla hetjan! Nú eru alvöru björgunarmennirnir að deyja úr lungnakrabba ofl. sjúkdómum, heiðurskrossinn er stundum hengdur á þá sem minnst gerðu. Hvað hefði tekið til að redda nokkur hundruð eða nokkur þúsund grímum fyrir þá sem voru að vinna ofan í gryfjunni og í brakinu? Árni Johnsen hefði sannarlega reddað því eða hvaða maður sem er sem kemur hlutum í verk. Voða góður stjórnandi, hann Rudy. Eða bara góður í PR?

Og hann er einlægur aðdáandi Bush stjórnarinnar. Ef þú dáist að Bush og aðferðafræðinni í Írak, þá er Giuliani maðurinn fyrir þig. Hann er mikill talsmaður á innsta kopp og flokkar víst þá sem eru á móti stríðinu sem hálfgerða aula. En ekki er hann á förum til Íraks sjálfur, enda ekki við slíku að búast miðað við grímuatriðið góða. 

Smá aukabónusar:

Eiginkona Giuliani fékk að vita sumarið 2001 að hann ætlaði að skilja við hana til að vera með hjákonunni. Hún frétti það af því svona: Hann gaf út opinbera yfirlýsingu um skilnað án þess að minnast orði á það fyrst við konuna sína. Pældu í því. FV eiginkonan heitir Donna Hanover. Skörp og bráðskýr.

Frægðin gerir fólk nefnilega ekki betra.

Sama ár, 2001 var hann að lýsa yfir að honum þætti eiga að loka listasýningum sem fyrst því listaverkin þar "væru ógeðsleg." Honum tókst það ekki. Einhver gerði nefnilega listaverk úr fílakúk.  Þessi maður er með öfgatendensa og hreint út sagt ekki með öllum mjalla. Það sem bjargaði honum frá algeru falli var að hann gat notfært sér 11. September atburðina til eigin framdráttar. Pressan át þetta upp enda er víðtækur tendens að upphefja vitlausa hlaupahesta. Að maður tali ekki um á örlagatímum þar sem ekki fer mikið fyrir gagnrýni.

Við getum líka rætt um góða vininn hans Bernard B. Kerik, sem þú getur flett upp í Google. Eða kíkt á þetta: http://www.msnbc.msn.com/id/6697161/site/newsweek/ 

Hvað mig varðar persónulega, þá sagði Giuliani trekk í trekk að það væri allt í góðu að fara aftur í hverfið strax eftir öll ósköpin. En það var bara ekki í lagi. Hann var að ljúga (til að vernda vini sína sem voru að leigja út íbúðir, ofl.) Allir sem aðhöfðust við í hverfinu voru með hausverki, brjóstsviða og öndunarfærasviða. Þ.m.t. ég og eiginkonan. Vegna brunanna í rústunum. Svo flúði maður til vina sinna lengra í burtu og þar var "hetjan mikla" í sjónvarpinu að segja "its all rigth to go back to the area, perfectly safe!" og Bush strax á eftir: "Go shopping, buy that car you always wanted!"

Sem sagt; klikkað lið. Er bara að minna á þetta því við erum flest með langtímaminnið einhvers staðar í skottinu.


mbl.is Giuliani sækist eftir tilnefningu til forsetaembættisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Ég gæti ekki verið þér meira sammála. Ég er sjálf búsett í Ameríku, í Kaliforníu núna, en bjó á Rhode Island þegar 11. September átti sér stað. Ég sé bara ekki hvað er verið að blása þennann mann upp, hann er sko enginn hetja, eins og þú sagðir þá tók hann þetta hrikalega atvik til þess að koma sjálfum sér á framfæri. Hvernig hann tilkynnti konunni sinni með skilnaðinn er ógeðslegt, og hér var verið að reyna að koma Clinton út af því að hann átti sér sína hamingjustund, en svo heldur Guiliani að hann sé góður forsetaframbjóðandi. Ef hann kemur svona fram við eiginkonu sína, hvernig mun hann koma fram við amerísku þjóðina, ég spyr bara... Heimurinn hefur mjög brenglaða hugmynd um Guiliani því að mér skilst að flestar fregnir af honum á Íslandi hafi verið á góðann máta. Hér í Ameríku fær hann mjög mismunandi viðtökur og hér í Kaliforníu á hann ekki eftir að eiga mikinn stuðning, hann fær ekki mitt atkvæði, það er sko víst. Ég segi bara Go Barack Obama, ef ekki hann þá skal ég sættast við Hilory Clinton. Einungis þau tvö eiga eftir að stefna góðu gömlu Ameríku í rétta átt, ekki einhver þykjustu hetja sem að kemur fram við eiginkonu sína sem drasl. Ég segi bara aftur, ef þú kemur fram við eiginkonu þína til fjölda ára eins og hann gerði, og þú átt að heita að elska hana, hvernig muntu eiginlega koma fram við fólk sem þú þolir ekki, hvað þá hatar, SCARY!! Takk fyrir góðan pistil, kveðja Bertha

Bertha Sigmundsdóttir, 6.2.2007 kl. 03:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband