Skrýtin frétt: Umskurðarherferð í Swazilandi.

"Stjórnvöld í Svasílandi hrintu í dag af stað átaki til þess að fá karlmenn til að láta umskera sig til þess að reyna að berjast gegn útbreiðslu HIV-veirunnar."

Ef þetta er áherzlan, þá verður maður að spyrja hvað er í gangi. Í Swazilandi er hildarleikur í gangi þar sem stór hluti þjóðarinnar er smitaður af HIV. Nú á að taka á þessu með umskurði karlmanna sem skv. ransókn á að hafa áhrif á smitleiðir.

Mig langar mikið til að vita hvers vegna í umskornum Bandaríkjunum er HIV smit SEX SINNUM hærra en í ó-umskorinni Svíþjóð. Þarf einhverjar frekari kannanir við en þessa?

Er ekki málið að AIDS forvarnir hafa bara sáralítið ef eitthvað með forhúðir að gera? Er ekki málið að stórar forvarnar áherslur felast í öllu öðru en að umskera karlmenn í massavís?

Maður spyr sig hvort hér séu læknar og lyfjafyrirtæki í "forhúðarbransanum?" Eða, er ég að missa af einhverjum sérstökum upplýsingum? Einhver er jú að græða á þessu eins og venjulega.


mbl.is Umskurn gegn HIV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband