Hvað á þá forstjóri Coca Cola að fá langann fangelsistíma?

Bara spyr svona af forvitni. Hvað hefur Coca Cola drykkja eyðilagt mikið af tönnum í fólki í heiminum? Er það ekki alvarlegri glæpur að leyna þessari hættu, alvarlegri en þjófnaður á einhverri kökuuppskrift? Já ætli það sé ekki fyrir löngu búið að stela henni hvort eð er? Ekki var Stalín lengi að stela kjarnorkusprengjuleyndarmálinu, hvað þá kókistar sem sjá dollara koma í bunkum!

Já hver er ábyrgð forstjóranna með að setja merkingar á flöskurnar? Nefnilega engar merkingar hafa verið á Coca Cola umbúðum vegna glerungs-eyðingar barna, unglinga og fullorðinna, eða hvernig best sé að verja tennur skemmdum eftir langvarandi neyslu þessa annars bragðgóða drykkjar.  En það er staðreynd að tannskemmdir eru gríðarlegar af kókdrykkju, mér skilst vegna þess að sýrustig drykkjarins leysir upp glerunginn í samspili við sykur innihaldið. Annars veit ég það ekki því það stendur ekkert á kókflöskunni minni.

Neytendur standa því í tannlæknaferðum, þar sem borað er í massavís í áraraðir, lagaðar skemmdir vegna glerungseyðingar, sem á endanum gerir að fólk missir tennurnar. Nema neytandinn búi í 3ja heims landi þar sem læknar eru sjaldséðir eins og hvítir fílar og tennurnar bara, tjah...

Svo hvað á forstjórinn að fá margra ára fangelsi fyrir að vara neytendur ekki við?  Hvað er viðeigandi refsing per tönn? Er alvarlegra að skemma tennur annara en að missa frá sér einhverja ömmu-kökuuppskrift?


mbl.is Fundin sek um að hafa reynt að selja viðskiptaleyndarmál Coca-Cola
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband