Glæsilegt

Flott hjá þeim að styrkja þetta mál. Varmársamtökin eiga eftir að vaxa í mikið afl.

Þetta hraðbrautardrasl sem er lagt um allar byggðir hefur algerlega eyðilagt íslenska bæi og borgir, en Álafosskvosin er einmitt einn af örfáum STÖÐUM sem eftir eru á landinu, þar sem bíllinn er ekki kóngur, einvaldur og leiðindafrekja í umhverfinu. Þarna er svona staður, eða það sem í den tid kallaðist hlað.

Maður keyrði um landið fyrir 20 árum og kom við á stöðum. Í dag er keyrt framhjá stöðum. Fólk réttlætir þetta með sinni bílfrekju, en í raun hefur stór hluti þjóðarsálinnar horfið við svona vega-gerðir.


mbl.is SigurRós með styrktartónleika fyrir Varmársamtökin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einhver misskilningur í gang. Það er hvorki verið að leggja hraðbraut, né að leggja veg í gegnum Álafosskvos. Vegurinn er nokkru fyrr en komið er í Álafosskvos.

Mosfellingur (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 00:24

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Nei nei, það sem ég á við er að engar götur eru lagðar á Íslandi lengur.

Skilgreining: Gata er ekki sama og vegur. Gata á heima í borg, vegur á landinu.

Til dæmis var fyrir löngu síðan lögð gata á Ísafirði. Við hana standa búðir , Landsbankinn gamli ofl.  Það er s.s. bæjarskipulag. Það virkar.

Úthverfaskipulagið er einmitt með vegum, ekki götum. Og virkar ekki sem borg. Enda kallað úthverfi. Álafosskvosin er einmitt einn af þessum örfáu stöðum á landinu þar sem enn er til GATA. Þó stutt sé. Sú gata er STAÐUR, algerlega júníkk. Vegurinn umræddi er þar sannarlega nærri og hefur áhrif.

Því fleiri vegir sem eru í bæjum, þeim mun verra virka bæjirnir. Beinni akstursleiðir fyrir bíla þýðir svona almennt séð verra bæjarskipulag. Enda bæjir samsettir af fleiru en bílum.

Ólafur Þórðarson, 2.2.2007 kl. 05:43

3 Smámynd: Bjarnveig Ingvadóttir

Held að þið ættuð að skoða rök Karls Tómassonar VG og íbúa í Álafosskvosinn. Það þarf að meta hvaða hagsmunir eru meiri og svo er vegurinn alls ekki að skerða neitt fyrir núverandi íbúa í kvosinni.

Bjarnveig Ingvadóttir, 2.2.2007 kl. 09:30

4 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Valdomar Leó Friðriksson: "Þegar íbúar stofna með sér samtök til að berjast gegn skipulagi, hlýtur að vera ástæða til að staldra við og endurskoða áformin."  "...að endurskoða þyrfti fyrirhugaðar framkvæmdir vegna lagningu tengibrautar úr Helgafellslandi um Álafosskvos að Vesturlandsvegi. Tengibrautin er engin smásmíði enda á hún að þjóna allt að 20.000 bílum á dag..."  "ég gagnrýndi afgreiðslu VG í bæjarstjórn Mosfellsbæjar á máli sem varðar lagningu tengibrautar við Álafosskvos. Þau áform myndu skerða náttúru kvosarinnar og setja Varmá, einhverja helstu náttúruperlu sveitarfélagsins, í hættu auk þess að breyta eðli byggðar og atvinnustarfsemi í Álafosskvos. "

Sjá líka:  http://www.varmarsamtokin.blogspot.com/
og  http://blog.central.is/varmarsamtokin 
http://www.mosfellsbaer.is/Files/Skra_0015842.pdf

Er ekki einhver bara með kort af þessu?

Ólafur Þórðarson, 2.2.2007 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 2130

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband