Tittlingaskítur

Þetta er smátt atriði í stærra heilsuspillandi samhengi. Það er mun veigameira að stuðla að minnkaðri einkabílanotkun. Of mikil einkabílanotkun er ekki bara mengandi og krabbameinsvaldandi, heldur efna-sóandi og gerir fólk latt og feitt. Hófleg bílnotkun kemur til af hreinni nauðsyn.

Fólk notar bílana of mikið af því það vill ekki fá alvöru borgarskipulag, slíkt er kannski bara eitthvað í útlöndum. Mun athyglisverðara en nagladekkjamálið væri að sjá almennilegar tillögur og framkvæmdir í bættum almenningssamgöngum. Það mun þó ekki fást fram, aðallega því ýmis öfl eru á móti bótum í þessu máli.

Þeir sem eru á móti þessu eru m.a.:

- Bílainnflytjendur
- Bílaseljendur
- Bílaviðhalds- og bíladrasl-sölu bransinn
- Vegagerðarfólk: Byggingarverktakar og stærri verktakar.
- Fólk sem ruglar saman frelsi og því að keyra bíl
O.s.frv.


mbl.is Vilja lækka gjöld á ónegldum hjólbörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband