Getur þetta verið rétt?

Er sammála öðrum bloggara sem segir könnunina kannski geta verið gallaða.

Það er furðulegt ef 13% hafa ekki heyrt minnst á hlýnun andrúmsloftsins. Þarna stendur 25,000 netnotendur, whatever that means. Sjálfur þekki ég ágæta fánu Bandaríkjamanna en engann sem hefur aldrei heyrt um hlýnun andrúmsloftsins.

Hvaða hlýnun er annars verið að tala um?  Wink

Það er oft viðhorf að halda að Bandaríkjamenn séu upp til hópa vitleysingar. Sumir þeirra eru það, rétt eins og sumir Íslendingar eru vitlausir. Það er nú nauðsynlegt að muna að Bandaríkjamenn hafa leitt allskyns tækniframfarir og rannsóknir, nefnum bara tölvur og sjálft netið sem dæmi. Fyrir utan ljósaperur og einmitt rannsóknir á loftslagsbreytingum.

Maður finnur stöku sinnum fyrir þessu viðhorfi: "Aha, þú býrð í Ameríku"=vitleysingur. Það eru auðvitað bara vitleysingar sem hugsa svona. eða gegnumsósaðir fylliraftar úti á börum. Svo eru nú ýmsir Kanar sem eru með samskonar viðhorf gagnvart þeim sem ekki eru fæddir í landi frelsisins.

Svo spurningin er hvort könnunin sé rétt? Kæmi mér mjög á óvart.


mbl.is 13% Bandaríkjamanna hafa aldrei heyrt um hlýnun andrúmsloftsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ha... hlýnun hvað?

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 02:51

2 identicon

Hef sjálfur ferðast nokkuð um Bandaríkin og hef td. átt samskipti við fólk sem hafði aldrei farið yfir fylkjamörkin, hélt að Evrópa væri yfirfull af kommúnistum og að Borgarastyrjöldin (American Civil War) hafði unnist af suðurríkjunum.

 Þetta fólk hafði bara ekki hugmynd hvað var að gerast í heiminum því þeirra heimsmynd náði í um 20 km radíus í kringum það og ekkert lengra.

 Ég er ekkert að segja að Bandaríkjamenn séu einir svona lokaðir því ég þekki marga opna og gáfaða einstaklinga þaðan, en á öllum mínum ferðalögum hef ég aldrei kynnst annari eins þröngsýni og vankunnáttu meðal hins almenna borgara.

Sæmundur (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 08:34

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Það er rétt að margir eru aflokaðir. Það er leitt, enda þeir sömu sem dregnir eru til baráttu fyrir allsk. klikkaða leiðtoga í hinum ýmsu geirum. Bara ef elsku mogganum væri dreift í þeim héruðunum...

Ólafur Þórðarson, 2.2.2007 kl. 05:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband