Hún gaf valdið frá sér, er henni þá treystandi?

Þegar lúser eins og maður sjálfur finnur út með lygarnar fyrir Íraksinnrásina löngu áður en farið var inn, þá verð ég að segja að svona kella með kolkrabbaanga amerísks þingmanns veit mun meira en maður gerir um hvað er að ske. Veit ekki betur en frú Clinton hafi greitt atkvæði með þessum hrylling í Írak, maðurinn hennar kom margoft fram og bað Kana um að styðja Bush í Íraksinnrásinni.

Eitt skilja stjórnmálamenn vel. Og það er skammtímaminnið okkar og að fólk hefur tendens til að muna fagrann blómagarð þegar fiskinnyfli voru upp á bátnum. Skammtíma minnið gerir það að verkum að við eigum erfitt með að muna öll smáatriðin og þá nægir að tala nógu hátt yfir manni og á mann til að allt gleymist og fegrist.

Á Íslandi eru sömu kosningafrasarnir notaðir, algerlega gagnslausir í uppbyggilegri umræðu um málin sem skipta jú máli. Nefni sem dæmi "Varist vinstri slysin" eða "Vinstri menn geta ekki ____" [meðhöndlað peninga]  [stjórnað] etc. og fólk gleypir við þessu eins og þetta séu heitar lummur eða staðreyndir. Auðvitað geta vinstri menn stjórnað eins og hægri menn, þetta eru ekki einhverjir dópistar. Og jafnvel vinstri menn segja að nú megi lækka skatta, án þess að bjóða neins staðar niðurskurð. Sem hlýtur auðvitað að eiga að koma á sama tíma.

Gallinn er að kosningar í dag eru mestmegnis auglýsingaherferðir og skrum og hafa ekkert með stjórnmálaumræðu að gera því hvorki kanar né Íslendingar búa við raunverulegt lýðræði. Fólkið sem gengur upp í þessum flokkahópdrætti er ekki að praktisera sitt lýðræði heldur hópast um jarmandi klappstýrur eins og rollur í leit að betri haga sitt hvorum meginn við ímyndaðann læk.

Og allt umhverfis eru víðáttumikil tún.


mbl.is Clinton segir Bush hafa misnotað vald sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband