RÚV missir andlitið.

Nú vet ég ekki aðdraganda þessa máls en hef á tilfinningunni að verið sé að ráðast á garðinn þar sem hann er lágur. Það hlýtur að mega spara annars staðar (hint: Íþróttir) en að klippa út þuluna, sem hefur alla tíð gefið sjónvarpinu Íslenska sinn sérstaka blæ. Þulan persónugerir sjónvarpsáhorfið og setur mannlegt andlit á annars þurra textakynningu.

Að sumu leyti finnst manni þetta mál vera eins og með styttu sem á að flytja á nýjann stað. Hún reynist of löng fyrir kassann, einn snillingurinn tekur sig til og meitlar bara af henni hausinn. Þá passar hún. Sko!

Og þess vegna verður RÚV-styttan frá og með flutningnum höfuðlaus.


mbl.is Þakka þjóðinni samfylgdina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Orð þurfa eigi andlit. Þaðan af síður ómerkilegur texti ómerkilegrar dagskrár.

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 03:21

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Hi ég er alveg ósammála þér. Mér hefur lengi fundist þulurnar ótrúlega óþarfar og minnir mig alltaf á bílaauglýsingar í den með hálfberum konum á húddinu. Varla er bíllinn óþarfur (hauslaus ) þó þessu hafi verið hætt eða hvað? kveðja Kolla. 

Kolbrún Stefánsdóttir, 1.5.2010 kl. 08:43

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Sjónvarp (mynd) og orð (bók) eru tveir ólíkir hlutir rétt eins og bíll og sjónvarp eru ólíkir hlutir. Þíð eruð ólíkum hlutum saman að jafna!

Format þula má vel laga, sem og dagskrá. 

Ólafur Þórðarson, 2.5.2010 kl. 14:07

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Já kann að vera að ólíku sé hér jafnað saman en markaðssetning er markaðssetning og ýmis tæki og tól notuð til að ná sem bestum árangri þar. Ég lít svo á að kona á bílhúddi og kona að lesa dagskrá í sjónvarpi sé af sama meiði runnin. Hafa ekki þulur þurft að uppfylla ákveðinn fegurðarstaðal til að fá starfið eða eru bara íslenskar konur almennt svona fagrar  kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 2.5.2010 kl. 18:28

5 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Þá er vel hægt að hafa kall í þessu hlutverki ef þú ert ánægðari með það. Eru Íslenskir kallar ekki líka voða sætir?

Þula er þegar fyrir hendi í einhverjum þáttum og þá í karllíki. Nefni engin nöfn. En viðkomandi reyna hvað þeir geta til að vera voða sætir, uppmeikaðir og voða perfekt eins og bílasölugellur, þó ekki í sundbolum.

Þula er auðvitað frábært konsept og mætti efla vægi hennar(hans) frekar en hitt. Auðvitað á þulan að vera meira en "upplestrarvél" og kannski liggur vandinn í titli hennar, sem þrengir hlutverkið um of, og ætti frekar að vera "kynnir" sem getur rætt aðeins um efnið sem verið er að fara að sýna, slegið á létta strengi og verið andlit sjónvarpsins.

Svo verð ég nú að minna á að lífið er nú sem betur fer ekki eintóm markaðssetning, þó okkar heilabú hafi verið súrsuð og söltuð yfir á það mentalitet sl. áratug, með sölubrellufræðum í óverdive.

Ólafur Þórðarson, 9.5.2010 kl. 03:03

6 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Flott svar hjá þér veffari og lítið við það að bæta. Ég vill auðvitað að það séu sætir strákar á skjánum sem oftast en helst bara í fótboltanum eða hasarmyndum ýmiskonar. Ég held að það hefði líka verið hægt að útvíkka hlutverkið  og hagræða annarsstaðar í staðinn -sammála þér þar. Segi því bara amen á eftir efninu. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 9.5.2010 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband