Ó, þú þétta Grand byggð, hversu mikið af síld getum við talið ofan í þitt tóma hlaðborð?

Við og við heyrir maður þessi fleygu orð í umræðunni um borg, að þétt byggð sé að reikna út svona og svo marga íbúa á hektara. Svona eins og þegar maður reiknar út hvað eru margar kartöflur í 50 kg pokum, eða hversu mikið af síld er hægt að telja ofan í eina tunnu -svo við notumst við líkingu þeirra sem hvað hræddastir eru við almennilegt borgarskipulag.

Ekki það sama. Jón og Séra Jón. Að kalla eitthvað í Efra-Breiðholti þéttbýli væri náttúrulega reginmisskilningur á hvað borg er. Borg mælist ekki bara í einhverjum íbúum á hektara, en byggjendur stórra bygginga nota þetta nú samt gjarnan til að slá upp hentifrösum. Málpípur þeirra, sumir borgarfulltrúarnir, tala málinu stíft því nú er um að gera að kyssa reku dugnaðarmanna og segja Pass. Og fjárfestarnir græða og hlægja en vita ekki GRAND STANDhvað þeir hafa gert. Þetta er bara allt svo gaman! Og þeir sem vinna hjá skipulaginu skilja ekkert heldur, mætti maður ætla miðað við afraksturinn á sl. áratugum. En gott er nú að hafa cappucino vél á skrifstofunni. Það auðveldar reikninginn á íbúum per hektara og bílum per klukkustund og á skólpinu líka, ef út í það er farið. Og um að gera að samþykkja blokkir upp á tugi hæða og forljót græn og grá Grand hótel sem gefa ekkert í umhverfið í hverju  þessi reðurtákn litla aurapúkans standa. Nú er bara að finna túrista sem vilja dvelja á aumingja litla saklausa hreina Íslandi, fyrir grand verð.

Farðu nú til miðborgar eiginlegu Amsterdam og drekktu amk 1/2 rauðvín með eitt gott kort í rassvasanum. Pældu svoldið í því sem þú sérð. París, London, Kaupmannahöfn, Stokkhólmur, Berlín... þær duga líka. Þarna eru engar raunhæfar "fyrirmyndaborgir" heldur borgir uppfullar af raunhæfum fyrirmyndum. Svo skemmtilega vill til að blýantar voru yddaðir beitt fyrir þessum hugmyndum í Reykjavík allt upp undir seinni heimsstyrjöld. Menn skildu hugtakið "gangstétt" og að mannlíf passaði í umgjörð sem reynsla var fyrir. Gangstétt var mikilvægur þáttur í samfélaginu og eðlilega. Hvað annað á gangstétt að vera?

Farðu svo edrú upp í  efra Breiðholt eða eitt af "þéttu" Kópavogshverfunum og spekleraðu í þeim. Eitthvað skeði eftir seinni heimsstyrjöld. Kannski eru það afleiðingar sprengjuárása bandamanna á þéttar mannabyggðir í Japan og Þýskalandi. Verið að eyða hluta af mannkynssögunni. Nýr kafli, nýtt umhverfi þar sem ákveðnir hlutir eru bannaðir. Auðvitað leynast góðir hlutir inn á milli, en árþúsunda reynsla borgargerðar fyrir mannlíf var kastað út um bílgluggann eins og skyndibitaumbúðum. Bíllinn var nýja frelsið, ætlunin var að keyra langt út í buskann og enginn vissi hvert stefnan var tekin. Kannski sem lengst í burtu frá atómsprengjunni? En leiðin var nú á endanum tekin í úthverfis-botnlangakast, þar sem mitt er mitt, gegnumferð er bönnuð og óviðkomandi bannaður aðgangur, snúðu við og farðu sömu leið til baka og ekki koma aftur.

Í dag er það "please leave us alone, we are blogging on the mogginn, all by ourselves!" Tré og gróður umhverfis, allt er vænt sem vel er grænt eða whatever. Hvort er fólkið í bílunum eða tölvunum, það gæti verið "að Ellýast," en ekki getur það verið að umgangast hvort annað í gangstétta- "kjötheimum!"

Þetta villuramb hins nýja mannlega umhverfis eftirstríðsáranna sem reyndar er löngu úrelt hefur verið að ryðja niður ýmsu í gömlu borginni sem upprunalega var byggt á reynslu og smágerðum mannlegum þáttum. Rakst fyrir rúmum mánuði á innrás þessa skrímslis á Lindargötu, götu sem á í vök að verjast á meðan götu má kalla. Húsamynd götunnar heilstæð á köflum þó margt þurfi að laga. Skyndilega, out of nowhere er komið "grænt bílastæði."

 Grin 

Hvað svo sem gera má með þá þversögn:  http://www.youtube.com/watch?v=aBsFhdOvM_U 

Allavega hafa þeir sem vildu útsýni fengið sitt útsýni. Grænt útsýni af götunni beint á útsýnisblokkirnar sínar þar sem fáir útvaldir geta dominerað yfir litla draslinu, "séð" hvað svo sem þeir eru að sjá. Yfir aðra hafnir. Og sjáðu mig í þokkabót í fínu íbúðinni minni in the sky, and... "Please, leave me alone!!" Gangstéttin á kafla orðin eins og í úthverfunum, utan einn saklausann brunahana, græna bílastæðið orðið lýti á borgarmynstrinu og menningararfinum. Hér blasir svo við síldartunna með útsýni, ein á miðri bryggju, úr samhengi við allt sitt umhverfi.

En þétta byggðin er hvergi sjáanleg í þessum nýlegu táknum hégómans. Sama þó drjúgt hafi verið talið ofan í tunnuna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 1919

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband