Kársnesið og baráttan við Kópavogs-kommúnistablokkirnar.

Kársnesið.

Það vildi svo til að ég fór um Kársnesið nýlega. Þetta er mjög rótgróið hverfi og eitthvað við það sem er mjög spes. Það er hægt að segja að þetta hverfi hafi töluverðann karakter, einmitt af því það er ekki hannað í einu holli og byggðist að hluta úr einhveri fátækt. Kannski er ekki að undra að það þarf hæstvirt skipulagsyfirvöld í Kópavogi til að stefna gæðum hverfisins í hættu. Einn kosturinn er einmit sá að þetta er á nesi þar sem takmörkuð umferð er um. Eins konar ágætis svefnhverfi fyrir stórreykjavíkursvæðið.

Miðað við skipulagsslysin í Kópavogi: Smáralindarumhverfið og hverfin þar í kring og að maður tali ekki um þessa tímaskekkju sem verið er að nauðga Fossvogsdal með (As we speak) þá er ekki hægt að búast við miklu frá Kópavogsyfirvöldum með að bæta eitt eða neitt.

gatan verðlaunaða

 

 

 

 

Keyrði nýlega í Smárahverfið og það lá við að manni yrði illt í maganum. Þetta kaldranalega hraðbrautarhverfi er alger hryllingur. Ég hugsaði með mér, "Hvar er fólkið eiginlega?" Svo á einhverjum staurnum við eitt hraðbrautardraslið mátti greina grænt skilti þar sem hraðbrautin hafði verið verðlaunuð sem einhver fyrirmyndargata(!) Ef einhver er að reyna að vera fyndinn, þá hefur það tekist vel. Ég reyndi að taka mynd af skiltinu en það var ekki hægt að stoppa bílinn og umferðin of hröð. Skilaboðin: Þú ert óvelkominn í þetta hverfi. Þetta verðlaunahverfi.

Svo þegar keyrt er niður Fossvogdalinn blasir við annað umhverfisslys þar sem verið er að byggja meira af svona ömurlegum Kópavogs-kommúnistablokkum. Eða er það ekki ágætt nýyrði fyrir Kommúnistablokk í Fossvogsdalnumþessar innfluttu kommúnistablokkir? Þær voru líka vinsælar í Austur Berlín þó með minna af kjúttí beygjuhornum og svoleis glans-æði. Kannski er meira glansandi drasl utanáhangandi á þessum í hverfinu vestan við Kringlumýrarbrautina. Sama draslið.

Hvers vegna þarf að gera stóra höfn í Kópavogi? Eru þetta ekki bara skemmdir á annars ágætu nesi? Þarna á að liggja um stígur til útivistar, ekki enn eitt iðnaðarhverfið með fleiri Kópavogs-kommúnistablokkum.

Þar fyrir utan væri ágætt ef einhver getur bent mér á hvar ég kemst í skrifaða lýsingu af Kársnesinu um og eftir seinni heimsstyrjöld. Kveðja Ólafur


mbl.is Átök um skipulag Kársness í Kópavogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skólabókardæmi um fordóma. 

Algjört rugl að landfyllingin sé eitthvað að eyðileggja nesið, þetta hefur ekki verið neitt útivistarsvæði síðustu 10 árin amk. Á svæðinu sem verið er að leggja undir þetta sem verið er að mótmæla núna hefur, eftir því sem ég man, aldrei verið göngustígur, eða yfir höfuð nothæf gangstétt. Þetta var orðið mjög óaðlaðandi svæði sem þurfti að laga til. Fólk getur haft mismunandi skoðanir um hvað á að vera þarna en mér finnst frekar fyndið að kenna uppbygginguna í nú hægrisinnaða bænum Kópavogi kommúnista- eitthvað

Þessi mynd er af Fífuhvammsvegi, sem er aðal bíla-æðin í gegnum Smárahverfið og annar umferðinni frá Smáralind, Smáranum, Lindahverfi, Salahverfi o.s.frv.  Þetta er eins og að keyra eftir Miklubrautinni í Reykjavík og segja "Fussumsvei,  þetta er bara hraðbrautabær, hvar er allt fólkið". Auðvitað þarf samgöngur fyrir allt fólkið og einkabíllinn er samgöngutæki nútímans. Prófaðu næst að keyra inn í íbúðagöturnar ef þú ætlar að fara að dæma íbúðahverfið.

Guðmundur Ólafsson (IP-tala skráð) 12.8.2007 kl. 02:56

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þú ert bara alveg ólæknandi kommúnisti Guðmundur minn.

Sennilega ertu félagi í einhverjum afturhaldskommatittsflokki eins og snillingurinn Davíð benti á varðandi Össur forðum á Alþingi.

Árni Gunnarsson, 12.8.2007 kl. 18:01

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sammála því að það er eitthvað í þessu sem virðist gleymast.  Umhverfi, sem kallar á mannlíf og er sniðið utan um mannlegar þarfir.  Allavega vildi ég ekki ala börn upp í þessum vinnuaflsgeymslum.  Það virðist algerlega gleymast í skipulagi Kópavogsbæjar að gefa bænum hjarta, torg, kjarna, sem gerir bæ að bæ.  Ég hélt um tíma að það stæði til þarna á kópavogsbrúnni að búa til torg eða kjarna, sem hengdi saman þennan bæ en viti menn, þetta verðmæta land var notað undir forljóta steinkumbalda til að hýsa banka og annað því líkt.  Kópavogur verður ekki bær, fyrr en hann fær hjarta.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.8.2007 kl. 12:12

4 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Orðið "fordómar" notast stundum sem stikkorð og hér er það hugsanlega tilraun til að dreifa umræðuefninu yfir á skrifanda frekar en umræðuefnið. 

Það þykir mér svakalega fyndið að jafna verðlauna"götunni" við Miklubraut. Miklubrautin á sér reyndar eitt götuhorn sem gæti kannski virkað einhvern tímann, ólíkt þessum milli-byggða-vegi með græna verðlaunaskiltinu   en hvort tveggja eru þó bara millibæjarvegir eða þéttbýlisskeri eða leiðinda hraðbraut fyrir mestann partinn. Sjáið hvernig íbúabyggðin snýr baki í veginn með grasrana. Svona hraðbrautardrasl er alls ekki nauðsyn þess að flytja fólk á milli, ólíkt því sem flestir halda fram. En þetta system er sannarlega byggt á löngu úreltum borgarskipulagshugmyndum frá því á fyrri hluta 20. aldar og ákveðnir hópar græða vel á þeim. Brúmm brúmm. Það eru líka ákveðnar þjóðfélagsbreytingar sem hafa orðið vegna þessa hraðbrautarfyrirkomulags. Íbúar löngu búnir að ánetjast þessu og skipulagið orðið fast í svaðinu ef svo má að orði komast. Síðan 195o- og eitthvað.

Það er nú ekki alveg að ástæðulausu að maður kalli þetta kommúnista-eitthvað. Það er frekar létt að sjá hvað er sambærilegt, félagar.

Annars fór ég nú og kíkti inn í íbúðahverfin aftan við grasranana þarna í Kópavogsdalnum, verslunar"hverfin" og þessi vinnuhverfi uppi á hálsinum syðst. Mér þykir ekki mikið til koma, satt að segja, þetta er ósköp venjulegt sundurslitið úthverfastöff með einhverju ágætu litlu inni á milli slitið úr samhengi við allt annað. Ég hef kannski misst af þessu æðislega? Svo er þetta fansí kaldranalega shopping mall og allt í einum stórum graut bílastæða og milliborgavega. Ef fólk vill búa svona... tjah, en ég er bara ekki viss um að það séu einu sinni valkostir. Hvað þá umræða, sumir íbúar fara jafnvel í fýlu ef verið er að gagnrýna skipulagið þar sem þeir búa. Jafnvel þó skipulagið komi slíkum persónulegum MBY isma ekkert við. Valfrelsið kannski ekki til í raun. Tökum sem dæmi ef þú vilt ekki eiga bíl, hvers konar valkosti erum við þá að ræða?

Þessar 3 rauðleitu skrifstofublokkir þarna rétt norðan við Garðabæ eru líklegast með ljótustu byggingum Íslandssögunnar. Viðurkenni fúslega að ég hef unnið tímabundið við jafnvel enn ljótari byggingar. Fyrir pening að sjálfsögðu  það þýðir þó ekki að ég setji tape fyrir kjaftinn...
Vonandi byggja þeir ekki svoleis þarna yst á Kársnesinu.  

Sammála Jóni, brúin yfir gjánna hefði átt að vera eitthvað annað. Það virkar þá eins og skipulagstappi á brúnni sem sameina átti vestur og austur. Í staðinn fyrir brú kom "bankaútibrú" ef ég er að skilja þetta rétt.
 

Ólafur Þórðarson, 13.8.2007 kl. 22:15

5 identicon

Orðið fordómar er notað yfir það þegar fólk dæmir eitthvað áður en það er búið að kynna sér það vel. Það að mynda sér skoðun á heilu hverfi eftir að haf keyrt í gegnum það eftir "hraðbraut" sem er með risastóra hljóðvarnargarða sitthvorumegin hljóta að geta talist sem fordómar. (eins og það leit út fyrir að þú hefðir gert)

Ég er alveg sammála þér að þessi verslunarhús fyrir ofan Smáralind eru  mjög undarleg og leiðinleg, og blokkirnar efst eru ekkert augnayndi þótt þær séu nú ekki með ljótustu húsum landsins. Það er líka stórt land inní miðju þessa verslunar- og skrifstofuhverfis sem er ófrágengið. Þetta svæði er langt frá því að vera einkennandi fyrir hverfið.

Ég hef aldrei búið þarna en gæti vel hugsað mér það. Mjög aðlaðandi, rólegt og þægilegt íbúahverfi á góðum stað, sérstaklega í brekkunni fyrir ofan Fífuhvammsveginn. Skemmir ekki fyrir að það er stutt í allar áttir eins og einhver sagði. Ef þú villt ekki eiga bíl er einn stærsti verslunarkjarni Íslands þarna við hliðina. 

Valfrelsi þýðir ekki að fólk eigi að geta valið milli hluta án þess að taka afleiðingum valsins.

Guðmundur Ólafsson (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 1954

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband