Björgvin Halldórsson veldur umferðarslysum á Manhattan!

Í gær fór ég að venju að ná í Lilju mína í skólann, á hjólinu með aftaníkerrunni. Þetta er um 10 km leið og hjólastígur meðfram mikið farinni götu meðfram Hudson ánni. Um eftirmidaginn átti ég eftir 5 mínútur að skólanum og leit á bíl svoldið fyrir framan. Hann stöðvaðist þá skyndilega og sá fyrir aftan hann negldi beint aftaná og stórskemmdist. Þegar ég hjólaði framhjá var fólkið að fara úr bílunum. Vonandi óskaddað.
Svo á bakaleiðinni áttum við fimm mínútur eftir að komast heim. Ég leit á bíl sem var aðeins framar og þá bremsaði hann og sá fyrir aftann negldi á hann og einhverjar skemmdir urðu. Fólkið var að fara úr bílunum þegar við hjóluðum framhjá þeim. Vonandi meidist enginn. Ég hugsaði með mér að þetta væri furðulegur andskoti!

Já þetta þótti mér nú í hæsta máta undarlegt. Tvisvar sama daginn. Svo áttaði ég mig á því að Björgvin Halldórson var á mp3 spilaranum hennar Lilju. "út um græna grundu." Gæti verið að þegar Björgvin syngur fyrir Hudson ána að þá... ? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ransu

Bo er stóthættulegur

Ransu, 8.2.2008 kl. 23:39

2 Smámynd: Ransu

ég meinti "stórhættulegur"

Ransu, 8.2.2008 kl. 23:40

3 identicon

eins og gott að þú varst ekki að hlusta á Riddara götunnar

Örn (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 1917

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband