"Tökum upp dollarann strax!"

Eða svo hljóðuðu margir fyrir 5-10 árum. En nú hefur dollarinn víst lækkað mikið og þá hljóðnuðu dollaramenn. Nú segja "allir" sem einn: Tökum upp Evruna! Svo þegar Evran lækkar þá munu menn segja "tökum upp krónuna aftur!" Eða hvað?

Er þessi breyting eitthvað sem aðallega kemur fjárfestum til góðs, þ.e. þessum 1-2% þjóðarinnar, eða mun notkun Evrunnar hjálpa venjulegu fólki sem nennir að vinna? Er betra ef kennari, til dæmis, fær útborgað í evrum? Og af hverju er það betra, þá til langtíma litið og ekki með hliðsjón af fjárfestingum kennara, því þær eru í raun engar eða skipta litlu.

Nú er í algleymingi tal um að á Íslandi sé best að búa. Lífsstaðall bestur og allt best og frábærastast. Er þá eitthvað að? Er ástæða til að breyta því sem gott er? Getur verið að krónan hafi spilað inn í? Ekki varð Ísland "á toppnum" af því evran var til staðar.

Eða er kannski í raun eitthvað mikið að? Mér dettur í hug orð eins og sýndarveruleiki eða spilaborg en uss, má ekki segja svona.


mbl.is Krónan að verða viðskiptahindrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Þegar þú ert bestur þá geta allar meiriháttar breytingar orðið til þess að þú fallir. Ég meina afhverju að breyta því sem er best?

Fannar frá Rifi, 31.1.2008 kl. 13:59

2 identicon

Það er von til þess að vaxtastig hér lækki með upptöku evru, að erlendir bankar geti farið í samkeppni við þá innlendu, sem hafa makað krókinn feitt og hrifsað til sín arði Íslendinga nú um nokurt skeið. En þessi umræða er ekki ný af nálinni, hún var mjög uppi árið 2001, en lognaðist útaf eftir gervi hryðjuverkin í NY. Ef Íslenska þjóðin ætlaði sér að taka upp þennan gjaldmiðil yprði það hinsvegar að verða einhliða upptaka, þar sem fólki eins og okkur er ekki hleypt inn í EU. Einhliða upptaka evrunar skapar vandamál sem ég hvorki hef næga þekkingu til né innsýn til að skýra, en þau eru víst nokkur. Upptaka evru myndi þó fyrst og fremst koma til góða auðmönnum, en þeir fara hér mikinn og fá aldrei nóg. Það eru allir ríkastir í heimi á Íslandi, fram í rauðann dauðann.

gymli (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 1926

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband