Prófdómar undanfarna daga

Var að koma áðan úr graduate-borgarskipulagsdeild Pratt Institute hér í New York borg þar sem nemendur kynntu skipulagsverkefni þessarar annar. Hef sem sagt Pratt skólinn rétt fyrir aldamótin þar-síðustu.undanfarna daga verið prófdómari og það getur verið snúið að setja sig inn í verkefni nemenda án þess að vera of gagnrýninn, en að gera krítina uppbyggjandi og fræðandi. Til þess er jú menntun gerð; til að skoða hluti frá mismunandi sjónarhornum.

Þarna áðan í Pratt voru þetta mestu skýjaborgir sem ég hef hingað til séð í borgarskipulagsdeild, sennilega af því tekið var fyrir þröngt rannsóknarsvið; hvernig hægt er að minnka C02 í gegnum borgarskipulag. Í fyrstu kann þetta að hljóma fáránlega en þegar litið er til þess að um helmingur C02 útblásturs hér í BNA er vegna bygginga, þá er þetta nauðsynlegt og afar áhugavert rannsóknarverkefni. Í raun er sviðið samtengt inn á fjölmörg önnur fög, t.a.m. matvælaiðnað, flutning á vörum, rusl og endurvinnslu, einnota-ofnotkun, bílaumferðarflæði, getu fólks til að rækta garða í miðri borg eða mat á húsþökum og svölum og þar fram eftir götum. Kynnt voru 6 hópverkefni hvert með sínu sniði með hvernig hægt er að taka fyrir hverfi í Harlem og endurlífga það í gegnum stefnumótun með C02 sem drifkraft. Án þess að senda inn jarðýtur eða rífa byggingarnar sem fyrir eru. Það hefur mér alltaf þótt merkilegt hversu mismunandi arkitektaskólar eru í áherslum og hve mismunandi stúdíóin eru eftir kennurum og nemendum. Til marks um fjölbreytni viðfangsefna var í sal við hliðina verið að dæma verkefni sem eru skýjakljúfar, þar til gerðum húsalíkönum um 2m háum. Mjög kúl.

Í gær var ég svo í New Jersey Institute of Technology þar sem arkitektanemendur vörðu lokaverkefni sitt í skipulagi á húsnæðisblokkum. Sum verkefnin voru nokkuð smekkleg en það virðist há sumum nemendum að hafa aldrei búið í borg (heldur úthverfum) svo þeir hreinlega vita ekki einföldustu hluti með hvernig hverfi virka eða hvað gata er. Það er klárlega munur á þessum tveimur skólum, Pratt í mun betri kaliber, umræðan skilvirkari og beittari.

Var svo fyrir um 1-2 mánuðum í arkitektadeild NJIT í krít þar sem kynnt voru arkitektúrverkefni. Deildin hafði skömmu áður svona rétt sloppið í gegnum NCARB samþykkt og deildarstjórinn fékk þá snilldarhugmynd að banna sköpunargáfur (mín túlkun), venti kvæði síns skóla í kross og það eina sem maður sá voru teikningar af fermetrastærðum, ekki snefill af hönnun. Það er mikilvægt mál og krítísk að bregðast við með réttum viðbrögðum, ekki að skemma deildina með panik.

Allavega er krefjandi og gefandi að vera í þessum prófdómum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband