Tvískinnungur hægri manna

musharraf1Það er merkilegt hvernig þessir sem stoltir telja sig hægri menn standa upp og pústa eins og lúðrasveit í æstri viðbragðsstöðu, þegar þeir bregðast við fjölmiðla-trompettinu um að Pútin sé að níðast á þegnum sem vilja fá að segja eitthvað merkilegt og sannleikanum samkvæmt. En þegar Musharraff, þessi með hárkollu og vel snyrt yfirvaraskegg í Pakistan gerði það sama rétt áður, þá var það nú bara eins og hver önnur frétt um eitthvað sem kemur okkur ekkert við.

Hvor fangelsaði fleiri veit ég ekki um. Allavega veit ég að þeim sem stoltir titla sig hægri menn er gjarnt á að saka þá sem stoltir kalla sig vinstri menn um sams konar tvískinnung. 

Millilínu viska: Svona tvískinnungur er sem sagt ekki einteymingur vinstri manna. Heimurinn er uppfullur af fólki sem rembist eins og rjúpan við staurinn að reyna að sanna eitthvað point sem það sannfærðist um fyrir 20-50 árum síðan. Þráhyggju myndi ég kalla það ef ég væri sálfræðingur.

Ó.Þ. 28.11.2007


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

Heyr heyr...það er alltaf ákaflega pínlegt að heyra fullorðið fólk hnakkrífast um hvor "þeirra" einræðisherra hafi verið betri/verri en hinir eftir því hvort þeir töldust hægri öfgamenn eða vinstri öfgamenn.  Ég meina hver er munurinn á kúk og skít?   Fasismi og kommúnismi eru bara tvær hliðar á sama peningnum.   Pinochet eða Castro?  Skiptir ekki máli.

Róbert Björnsson, 28.11.2007 kl. 19:00

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er líklega misskilningur að búið sé að finna "hinn eina sannleika."

Þó eru ótrúlega margir sem trúa því og telja sig hafa fundið hann með samanburði.

Vitið gefur sér enginn sjálfur og ég held að það sé hálfgerður barnaskapur að fá það að láni hjá Sjálfstæðisflokknum.

Árni Gunnarsson, 29.11.2007 kl. 09:49

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Pervert Músharraff!

Sigurður Þór Guðjónsson, 10.12.2007 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 1945

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband