Eva Mjöll Ingólfsdóttir spilaði í Carnegie Hall í kvöld

1755CA4521AE

Fór í kvöld á tónleika í Carnegie Hall.

Þeir voru vel sóttir og salurinn nokkurn veginn fullur. Enda gott efni sem fólk sækist í. Spiluð voru ýmis verk; eftir Prokofiev, Shostakovich, Szymanovsky og Bach. Þetta er ekki léttmeti og ekki auðveldustu verkin. Með glæstri frammistöðu Evu og samspilara hennar Benjamin Loeb tókst þetta afar vel. Þau spiluðu af tilfinningu og innlifun og áheyrendur með augun límd á tónlistarfólkið. Eva náði tærum tónum úr strengjum sínum og meðhöndlaði sitt hljóðfæri af snilld. Leikur Loeb var einnig til mikillar prýði og náðu þau vel saman í sínum verkum.

Eva Mjöll hefur stundað fiðluleik frá unga aldri og það sést vel að hún og fiðlan eru orðin eitt. Óska Evu til hamingju með glæsilega frammistöðu á einum af miðpunktum tónlistarheimsins klassíska.

Ólafur 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þú ert efnilegur tónlistargagnrýnandi.   Hvernig meðhöndlun var þetta sem hljóðfærið fékk ?

Orn (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband