Ný greiðsla til Macintosh?

Er "tímavélin" ekki bara enn eitt stikkorð sölumanna? Svona eins og það sé að koma út ný spennandi kvikmynd! Er tímavélin eitthvað svipað og Windows Restore, sem hefur verið í gangi í áraraðir? Eða er verið að meina tímann sem fer í að stilla og uppfæra þessar tölvur?

Halo

Af hverju er annars verið að búa til nýtt stýrikerfi, var þetta gamla svona gallað? Eða var þetta gamla kerfi bara óklárað, eins og mikið af þessum pródúktum eru? Af hverju þarf maður að borga mörgum sinnum fyrir sama hlutinn?

Allavega fékk ég mér Mac í vor eftir áratuga monopoly PC. Og söknuð vegna þess að ég átti mac fyrstu 5 tölvuárin. Langt síðan og hélt lífið yrði einfaldara.  Ég er núna aftur á gamla Windows af því það er bara í almennri notkun sveigjanlegra og hraðskreiðara. Notaði Makkann voða mikið fyrst í vor, en í dag nota ég hann 15% af tímanum, PC bara aðgengilegra.  Svo eru Adobe Mac-pakkinn með leiðindagöllum sem eru furðulega mikil risaeðla, Windows-inn bara margfalt hraðskreiðari þó hann sé ljótari.

Makkinn er betri í kvikmyndagerð og layout vinnu. Og auðvitað fer þetta svoldið eftir því hvað maður hefur vanið sig á að nota.


mbl.is Ný útgáfa Mac OS X væntanleg í mánuðinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svona for the record að þá er MacOS X 10.4 orðið tveggja og hálfs árs gamalt stýrikerfi. Það er kannski ekki gamalt í Windows heiminum en Macintosh notendur eru öðru vanir, hvort sem það er gott eða slæmt. Persónulega sé ég ekkert að þróun, ég sleppi þá bara að nota tímavélina ef ég kýs það.

Þetta með að hafa fengið sér makka hljómar meira eins og PC maður sem keypti sér makka með það markmið að gefa honum ekki einusinni séns. Það er kannski ekki alveg að marka þetta komandi frá mér þar sem ég er hönnuður en ég sé ekki hvernig nokkur maður hafi nokkuð á móti því að nota stýrikerfi án vírusa og spyware rusls á tölvunni sinni alla daga, hönnuður eða ekki hönnuður.

Ég er alls ekki Apple fanatic, ekki misskilja mig. Fólk á rétt á að nota það sem það vill, sumir þurfa einmitt PC til að bara geta gert vinnuna sína.

En þessi athugasemd hjá þér hljómar af hroka og fordómum í garð Apple og það líð ég bara ekki :)

Jonni (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 19:18

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Það besta við nýja MacOs-ið er að það býður uppá Dual-Boot fyrir Windows enda allir nýjir makkar með intel örgjörva.     Þannig geta makkanotendur sýnt sig á kaffihúsunum og þóst vera svaka bóhemar...og svo notað Windows heima hjá sér þegar þeir þurfa að koma einhverju í verk...þar sem enginn sér til þeirra!

Róbert Björnsson, 18.10.2007 kl. 20:52

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Já þú meinar það Róbert     Reyndar tek ég Makkann á kaffihús ef ég hef tíma til að bíða eftir einhverju. Hann er alveg ágætur sko. En af hverju ætti maður að þurfa Windows ef maður er með mac á annað borð? 

Minn 5. ára PC startar Photoshop CS á 10 sek
Glæný Mac Powerbook startar Photoshop CS á 40 sek

Svo mikið fyrir fordóma : )

Kannski þarf maður að fá Jonna í heimsókn til að koma og stilla eitthvað?  Það getur verið erfitt að vera bissý guy þegar Photoshop þarf 40 sek til að opnast. Eiginlega er það svona 1995 hraði  :-)  En hvað veit ég. Allavega fór ég á mac síðurnar til að reyna að finna út úr þessu og var sagt að ég væri bara með fordóma eitthvað og engin lausn fannst á þessum vanda. Adobe að kenna. Auðvitað segir Adobe svo eitthvað annað ef ég þekki þetta rétt.

Af hverju ætti maður annars að hafa keypt sér Makka til að gefa honum ekki séns? Furðulegt. Ég hef hannað fullt á hvort tveggja og satt að segja er Pésinn bara að mörgu leyti mun þægilegri. Og ekki hef ég fengið vírus í Windows nema einu sinni 2002, enda var ég ekki með vírusvörn þá. Þekki heldur ekki þetta spyware dót, fer nebbla ekkert á klámsíður *hóst.* Eða þannig sko. Er bara hættur að nenna að stilla tölvur.

Ólafur Þórðarson, 18.10.2007 kl. 23:50

4 identicon

Það er merki um kyndeifð að kíkja ekki af og til á klámið

Örn (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 11:12

5 identicon

fáðu þér bara Linux óli minn, alveg þrælstabílt og nútímalegt.  Ubuntu eru núna fremstir í flokki

Örn Orrason (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 01:18

6 identicon

er samála örn ,ubuntu 7.10 er nú fremstir og með hraðasta linuxinn og með compiz fusion sem er allveg geggjað hvað er hægt að gera núna í ubuntu ;)  hér er smá myndband sem sinir það  http://blog.central.is/protonus/index.php?page=comments&id=3344437#co  

protonus (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 11:11

7 identicon

Seinagangur Adope pakkans gæti komið til vegna þess að þú hafir keypt intel vél áður en "Universal" útgáfa af hugbúnaðnum kom út.

Þá er hugbúnaðurinn keyrður í gegnum þýðingarvél sem að gerir intel útgáfunni af OS X fært að keyra kóða sem var settur saman fyrir power pc örgjörvan.

Það er svo álitamál hvort hægt sé að kenna Adope eða Apple um málið. Apple að kenna fyrir að skipta yfir í nýtt umhverfi og Adope að kenna fyrir að vera ekki fljótir að koma með nýja útgáfu.

Varðandi Time Machine, þá myndi ég segja að það sé nytsamasta afritunarlausn sem ég hef séð. Vandinn við backup lausnir er að þær notar fáir í alvörunni vegna þess að viðmótið er svo krefjandi. Búa til backup set, setja tímasetningar fyrir afritanir. Þú getur rétt ímyndað þér að við sem nennum ekki að verja heilu kvöldi í að stilla afritunarskema erum löngu búin að gefast upp. Time Machine, er preconfiggað og þarfnast bara diskpláss og lætur þig svo í friði (samkvæmt Apple). 

Viðmótið fyrir að finna eyddar skrár er síðan algerlega innvinklað inn í kerfið þannig að þú getur alltaf "farið aftur í tímann" og séð eldra ástand möppunar sem þú ert að skoða sem dæmi.

Það sem verður athyglisvet að sjá er hvort það verði í framtíðinni hægt að nota Time Machine með veflægum hýsingarlausnum eins og S3 frá Amazon.

Addi (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 12:18

8 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Já mér þótti frekar fúlt að eyða svona pening í tölvu sem á að vera súpersérsniðin fyrir Adobe pakkann og virkar svo ekki nógu hratt fyrir hann.

En svona er þessi tölvubransi; "hinum að kenna!"

Linux má skoða! Þegar ég finn tíma frá hinum tölvustillingunum skal ég skoða það að hafa 3ja kerfið, allt í einum graut

Ólafur Þórðarson, 24.10.2007 kl. 01:47

9 identicon

er nú bara með eitt ,þarf ekkert annað enn linux ;) ,ekkert m$ rusl í mínum tölvum ;) ,ps: m$ er microsoft

protonus (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 1894

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband