Rigning báðum megin!

Við búum hér syðst á Manhattan, íbúðin er löng og mjó, nær alveg í gegn, götu í götu. 3ja ára dóttir mín Lilja og ég vöknuðum í morgun og litum út um gluggann. Það er hellidemba úti! Svo hljóp hún í hinn endann á íbúðinni og kom svo og sagði mér að það væri líka rigning hinum megin!

Yndislegur þessi aldur. Ekki dytti manni svona sniðugt í hug.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Góður sunnudagspistill!

Þegar Hugi, eldri sonur minn var 3 ára sagði hann einu sinni gullna setningu. Hann var að spyrja mig um hvað Guð eiginlega væri og ég reyndi eftir fremsta megni að útskýra (án þess þú að vita það sjálfur). Jaja, eftir nokkra stund kemur sá stutti og horfir ábúðarfullur á pabba sinn:

- Pabbi, Guð er eins og laugardagur, maður sér hann ekki en maður veit hvenær hann kemur því þá fær maður nammi!

 -- Síðan eru liðin mörg ár eins og segir í kvæðinu og í vor er Hugi að útskrifast úr geimvísinda-menntaskóla í Kiruna í norður Svíþjóð.

 Stoltur pabbi!

Ásgeir Rúnar Helgason, 15.4.2007 kl. 16:19

2 Smámynd: Hammurabi

Hammurabi er það ennþá í ljósi minni þegar hann var yngri, sat við tölvuna (sem var fyrir framan glugga) sá að það var glampandi sólksin. Fór í skó hringdi nokkur símtöl og ætlaði út í bolta, þegar út var komið var helli-demba og hafði verið allan daginn. Glugginn sem ég sat við lá þeim megin á húsinu sem ekkert ringdi á. Það var svoldið fyndið, fannst mér þá, að sjá hálft húsið skrauf þurrt, en hinn helmingin hold votan. Svona er þetta, það er margt skrýtið í kýrhausnum.

Hammurabi, 15.4.2007 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 1927

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband