Moggabloggið, forsíðukvörtun.

Ég kíki oft hingað inn á bloggið. Og les töluvert mikið af því sem skrifað er. Kannski allt of mikið.

Eitt er þó farið að fara í fínu taugarnar, og það er hvernig forsíða bloggsins fær alltaf sömu bloggara til að dúkka upp.

Það virðast ákveðnir aðilar sem fá grænann passa á blogghausinn, sama hvort þeir/þær skrifa af mikilli visku eða bara bulla eitthvað út í loftið. Mér sýnist við vera að ræða um einhvern hóp sem skrifar "safe" eða hefur undarleg forréttindi framyfir aðra bloggara. Skýt á pólitíska rétthugsun, jú sumir eru s.s. á flokkskoppnum. Ok. Það eru að koma kosningar...halló?

Ég hef nefnilega mikinn áhuga á hvað fólk er að ræða, en hef afar takmarkaðann áhuga á hvað gamlar breddur eru að skrifa um, sumar búnar að skrifa þetta sama í áraraðir á öðrum skrifisvæðum hins víða netheims. Magn er ekki ávísun á gæði.

Kannski er galli í kerfinu? Er rétt að gefa sérstökum "vinahóp" grænt ljós á að vera settir fremst? Nei það getur ekki verið, enda er það afar letjandi fyrir egó annara bloggara og hefur áhrif á gæði svona bloggbakarofns. Það er mikið bloggað, en samt sér maður oft sama leiðindadótið efst, allann daginn. Til hvers vera að koma og lesa þegar þúsindir innleggja eru sett inn en sama dótið er efst á boðstólum??

Kannski er gallinn einmitt sá að sumir eru settir efst af því þeir fá flestar heimsóknir. Þá komum við að beisikk formgalla sem er svipaður hænunni og egginu, hvort kom fyrst: Ef bloggari er settur efst, þá fær hann flestar heimsóknir. og þá er hann settur efst af því hann fær flestar heimsóknir. Og þá er hann setur efst af því hann er... auðvitað er þetta svoldið bjánalegt, ekki satt?

Tek fram að ég hef ekkert frekar áhuga á að sjá sjálfann mig efst, en hef áhuga á að sjá skoðanir sem ýta við manni, ekki dagbókarfærslur um hvernig einhverjir kallar eru sexý eða að einhver borðaði Cheerios eða beið í biðröð til að kaupa ís. Mín skoðun er sú að það mætti athuga með að ritstjóri væri settur yfir, sem velur áhugaverðustu bloggin og skiptir þeim út efir sem líður á daginn, í sambland við einhvern RANDOM fídus sem velur blogg af handahófi og einhvers konar stjörnugjöf. Það eru ýmsir fletir á þessu sem þarf að skoða til að bloggið verði ekki óþarflega einhæft.

Ástarkveðjur.

xx


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir

Ég er þér alveg hjartanlega sammála. Mér finnst fólk sem segir ótrúlegasta bull komast hátt á blogglista. Alveg óskiljanlegt ?

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 12.4.2007 kl. 21:35

2 Smámynd: Halldór Sigurðsson

En þið verðið að gera ykkur grein fyrir því , að Moggin er pólitískt blað .

Halldór Sigurðsson, 12.4.2007 kl. 22:26

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Kæri Örn, það er hollt að hugsa í stærra samhengi en út frá sjálfum sér.

Þegar sömu bloggararnir eru alltaf efstir á forsíðu, þá mætti halda að engir aðrir skrifuðu. Samt er hér mikið af áhugaverðu efni, það er bara falið vel vegna kerfisuppsetningar.

Ólafur Þórðarson, 15.4.2007 kl. 16:05

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Æ, já, mér er raun af því að sjá alltaf smettið á mér þarna á forsíðunni í hvert skipti sem ég læt einhverja vitleysuna frá mér fara.

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.6.2007 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og nítján?
Nota HTML-ham

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband