Ó, æ, á.

Mikið held ég að unga fólkið sakni fjölskyldunnar sinnar eftir útiveru. Og að fjölskyldan sakni þeirra. Þegar upp er staðið eru vinir og fjölskylda dýrmætara en allt annað. Og grasið er nú alltaf grænna hinum megin við girðinguna þegar fólk er alið upp í þeim þankagangi.

Geri ráð fyrir að fólkið snúi á endanum heim. Það mun ég gera. 


mbl.is Framtíðin utan Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En ef fjölskyldan fer líka utan? Venjulegt fólk lifir ekki lengi hér á einkasparnaði sínum þegar verðlag hækkar og laun lækka, lán hækka og verða óviðráðanleg og ekkert bíður okkar nema eymdin.

Styttingur (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 22:53

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Ég hef fylgst með atvinnuauglýsingum hér í New York og verið í sambandi við kollega í mínu fagi, arkitektúr, og það er algerlega dautt. Vinir með áratuga vinnu hjá sama fyrirtæki reknir og komnir til pabba og mömmu lengst í burtu. Það er svipað atvinnuleysi hér í USA, ef ekki miklu meira ef þú skoðar rauntölur. Síðasta árið hafa uppsagnir farið upp í 600,000 á mánuði, mánuð eftir mánuð. Pældu í því.

Þetta er auðvitað andlit kapítalismans, óhefts og afleiðing einhæfrar öfgamennsku í hagræðingarmálum. 

Ólafur Þórðarson, 11.7.2009 kl. 22:59

3 identicon

Ísland er í fjórða sæti yfir lönd sem verst hafa farið út úr kreppunni. Pældí því. Fyrir nokkrum árum vorum við ein ríkasta þjóð heims. Fallið er því heimsmet.

Styttingur (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 23:12

4 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Ég er ekki að gera lítið úr þessum risavöxnu fjármálavandamálum. Þegar upp er staðið voru ríkidæmin miklu eintóm slegin lán með því að veðsetja einkavæddar eignir og ámóta braskaratrix. Heimsmetin eru meira og minna bull og leikur með tölur sem litla þýðingu hafa fyrir hinn venjulega mann.
Ég heyrði viðskipta/hagfræðing segja fyrir mörgum árum að Íslenska kerfið væri orðið að spilaborg vegna braskara. Það staðfestir svo margt sem maður hefur lesið í gegnum áratugina. Hitt er líka að Íslendingar hafa vanið sig á bara það besta og nú þarf að læra að venjast miðlungshlutum í flestum geirum. Sólin kemur nú svo upp í fyrramálið og með henni nýr dagur. Með honum er best að beina sjónum að spillingunni og eigingirninni sem hefur fengið að grassera og er raunrót alls þessa vanda.

Ólafur Þórðarson, 11.7.2009 kl. 23:19

5 identicon

Sammála. Rót þessa vanda liggur dýpra en margir halda. Spilling og fákeppni hafa liðist hér árum saman.

Styttingur (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 23:24

6 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Ég hef lengi haldið að þetta orð "fákeppni" sé í mörgum tilvikum rangt orð, eins mikið og það er nú notað eftir að helmingur nemenda lærir "viðskipti" og ámóta. Samkeppni sem slík er oft bara braskaratrix og engin lausn og útópía í flestum geirum samfélagsins. Til að mynda held ég að samkeppni í 9 ára bekk geri lítið annað en eyðileggja góða yfirvegaða kennslu. En bananar og fótbolti henta vel fyrir samkeppni sem prinsipp.  Það sem þarf eru góðir einstaklingar, opið kerfi og einblíni á hvað er gott fyrir alla Íslendinga.

Mér datt þetta í hug um daginn, að dagurinn sem fyrirtæki á Íslandi auglýsir vöru án VSK er dagurinn sem fyrirtækið varð óheiðarlegt. 

Með öðrum orðum þarf að endurhugsa frá grunni hvað er hetjuskapur og hvað er virðingarvert.

Ólafur Þórðarson, 11.7.2009 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 1907

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband