Útvarpsstjóri ekki lengur í vinnu hjá Lýðræðishreyfingunni.

Útvarpsstjóri virðist hafa verið í vinnu hjá "Lýðræðishreyfingunni," málgagni Ástþórs Magnússonar. Nú hefur Ástþór, eða Lýðræðishreyfingin rekið aumingja útvarpsstjórann, sem situr eftir með sárt ennið. Nú veit ég ekki hvort lýðræðislega hafi verið staðið að þessari ákvörðun með að reka grey manninn. En vonandi finnur Páll Magnússon farsælli farveg í samskiptum sínum við valdamikla yfirmenn í næsta starfi.

Nú geri ég ráð fyrir að Ástþór taki sjálfur við míkrófóninum og að landsmenn fái boðað fagnaðarerindið inn í öll eldhús fram yfir kosningar eða lengur. Vonandi verður reist stytta honum til heiðurs fyrir að starfa í þágu lýðræðisins og get ég séð um að búa hana til, fyrir sanngjarnt verð. 

Með þessu *blikka* ég Ástþór félaga minn. Er byrjaður að vinna í styttunni. Vonandi verð ég farsæll í þessu starfi, enda ekki auðvelt að vera listamaður.


mbl.is Páli afhent uppsagnarbréf af Ástþóri Magnússyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ástþór meinar eflaust vel en samtök hans eiga þó ekkert skilt við lýðræði sbr. ákvarðanir sem þessar.

Hilmar Gunnlaugsson, 16.3.2009 kl. 19:51

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Ég vil benda gestum á að vinsamlega ekki vera að segja ljótt um Ástþór. Ég þurfti, aldrei þessu vant, að fjarlægja dónó innlegg. Minni menn á að ég er að vonast til að fá að gera styttu af Ástþóri og ég gæti verið rekinn frá því starfi ef ekki er gætt velsæmis.

Ólafur Þórðarson, 16.3.2009 kl. 22:58

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Sæll, jú eflaust meinar Ástþór vel. Engin spurning!

Ólafur Þórðarson, 16.3.2009 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 1907

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband