How low can you go?

Auðvitað er þetta smekklaust, halfprice-iceland. Eins og svo flest í þessum djönkieheimi auglýsingabraskara. Það er eins og hvað sem er sé til sölu og gildir einu hversu lágt er lagst til að selja það. Nýverið kom í ljós að sölumannagengið er búið að selja börnin í leikskólunum í skuldahalarófu langt inn í óséða framtíð. Nú er s.s. líka búið að markaðssetja það. Hversu lágt er hægt að leggjast? Jú jú það er víst hægt að leggjast mun lægra en þetta, ræsið er töluvert lengra niður á við. 

Teikning sem ég gerði 1995Það hefði verið nóg að hafa "Welcome to Iceland" með venjulegri mynd af einhverju eðlilegu. Það dugar alveg. Erlendir gestir eru flestir alveg meðvitaðir um hrun Íslands. Kannski sjá sumir af hverju þetta hrun þegar þeir sjá svona spjöld. "For sale: Iceland." Smekklegra væri að hafa auðveldlega aðgengilegar upplýsingar um verslun og þjónustu fyrir þá sem hafa áhuga á því.

"Desperate people do desperate things". Maður kemur inn í flugstöðina frá landinu og eftir terroristaleitarhliðið er maður um leið kominn beint inn í einhverja búð! Það þýðir ekkert að koma börnunum undan, fyrst er hlið 1 þar sem leitað er að sprengjum og vélbyssum í nestisboxum þeirra og skyrdollum (ekki bara Bretar sem segja þig terrorista) og svo eru foreldrarnir látnir ganga beint inn í  hlið 2 sem er söluskrum og börnin heimta Hello Kitty eða ámóta rusl á uppsprengdu verði. Sálfræðin er augljós, sektarkennd og "best að gera eins og mér er sagt" í leitarhliðinu, svo bókstaflega beint þar af bíða sölumenn í næsta skrefi og fólk kaupir kannski af því það er í annarlegu ástandi. Hvernig stendur á því að það er ekki bara hægt að labba í gegnum flugstöðina án þess að þurfa að vera áreittur af einhverjum depressing bílasöluköllum? Það er allt í lagi að hafa búðir sko, en þær eru allt of ágengar. Eins og þetta skilti er bara einkenni á. Og það segir óþægilega mikið um landann. Enn verra er þetta í Icelandair vélunum, margar ferðirnar sl. áratug með miklu áreiti söluskrums og maður getur sig hvergi hreyft. How low can you go? Jú vændið er víst örlítið lengra niður á við.

Svo þykir mér þetta FLE orðalag asnalegt af því það er svo augljós eftiröpun úr Amerísku. Það virkar í einhverri tímatöflu eða á plássleysi á farmiða, en það er nú alveg hægt að skrifa þetta á Íslensku í ritmálinu. 

Jæja, nú er komið nóg af kvörtunum, goodbye kitties.


mbl.is Auglýsingaspjöld tekin niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Djöfulli ertu klár.

Karl Gunnarss. (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 09:46

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Móðir mín segir þetta sama!

Ólafur Þórðarson, 6.12.2008 kl. 04:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 1916

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband