Rýtingur

Æ æ-áts, svona þegar vopnin snúast í höndum á mönnum. Rýtingur sem fara átti í bakið á öðrum fór óvart í mallakútinn og ekki skal neinn undra að það hafi verið sárt. Aumingja kallinn, voða meiddi sem hann hefur fengið. 

Þetta er sannarlega efni í Gríska tragedíu, mig rámar að einhver hliðstæð saga sé til aftur úr fornöld. Við erum öll svo mannleg. Apadýrið sem trónir efst á fæðupíramídanum, ranghvolfir augunum með iPod og torkennilegar hvítar snúrur útúr höfðinu. 

Allavega, er ekki tími kominn til að skoða laun þessara opinberu starfsmanna? Þeir fá feitann launaseðil með beikoni og slaufu og heilmikil eftirlaun -fyrir ég veit ekki hvað (ehemm) og á þessum alverstu tímum. Á meðan stendur fremri endi þjóðarskútunnar fram af fossi. Ekki beint eins og hlutirnir séu að stefna í rétta átt, nú eru 10,001 atvinnulausir, flestir vegna gjörða þess hóps sem segir það vera öllum öðrum að kenna; Dönum, Bretum, Könum, Þjóðverjum... you nameit. Nú þegar mikið ríður á er nauðsynlegt að fólk sé að einbeita sér að vinnunni, ekki vera í Wolfenstein eða ámóta bófaleik á netinu. 

"Together we stand, divided we fall." 

Segi eins og ég hef áður haldið fram: Hærri laun eru EKKI ávísun á betri vinnubrögð, sennilega er hið öfuga rétt: Diametric oppositional relationship.  Kannski er kominn tími á að fá almennilega iðnaðarmenn og duglegt fiskverkunarfólk í gráa kassann með Bónusfánanum? Svo lengi sem fólkið er samviskusamt og heiðarlegt, þá fengi það sko mitt atkvæði!


mbl.is Fékk aðeins í magann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hvenær ætlar þú að koma heim og hjálpa til við uppbygginguna ?

örn (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 22:55

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Nú? Myndirðu kjósa mig ef ég byði mig fram?

Ólafur Þórðarson, 12.11.2008 kl. 00:21

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Örn minn, horfðu á þessa heimildarmynd, hún tengist auðvitað ástandinu á Íslandi, óbeint en er í grunninum sambærileg. Þarna sérðu afleiðingar einkavæðingarinnar og hvað hún raunverulega þýðir.

Ólafur Þórðarson, 12.11.2008 kl. 06:04

4 identicon

Af hverju svarar þú ekki spurningunni í stað þess að vera með þennan kommúninstaáróður

örn (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 14:33

5 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Vantar þig hjálp Örn minn? Hvernig get ég orðið þér að liði?

Ólafur Þórðarson, 12.11.2008 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 1920

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband