Sunnudagskvörtun

Nú hef ég á sl. mánuðum verið þeirrar ótaminnar hamingju njótandi að þurfa að hlusta á Bylgjuna langtímum saman. Mikið er furðulegt þegar íslenskar hljómsveitir eru að apa eftir erlendum hljómsveitum. Þessi nær Pink Floyd, þessi Eagles, þessi syngur eins og Bob Dylan og þessi nær Eric Clapton. Hvað er eiginlega íslensk tónlist?

Svo kveiki ég á íslenska sjónvarpinu og þar blasir við mér stílismi amerísks sjónvarps. Sem ég er löngu hættur að horfa á, ekki að ég hafi eytt löngum stundum í það. Amerísk gildi í hnotskurn, keimlíkir umræðuþættir og nú síðast íslenskur Hollywood verðlaunaþáttur með slaufubindi og smóking. Svo eru endalausir amerískir þættir sem snúast aðallega í kringum uppáferðarsenur Bob Billy og Bobby Joe, Britney Houston nýbúin að strauja á sér hárið, hrært saman við blóðbað ofbeldissena, öskurs, mannvonsku og æsings sem margir virðast fá kúl kikk út úr. Hækkað er í hljóðstyrk þegar auglýsingar byrja, þær eru látnar móta kúltúrinn og árangurinn er eftir því. Bílaútsölur með tilheyrandi fánaveifum. Eftirherma amerísks sjónvarps. 

Spurning hvort þessir hlutir endurspegli ekki einmitt gildi þjóðfélagsins? 

Og að eftiröpun sé Ísland í hnotskurn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

This is media and the majority of the society.  We are CONSUMERS, we consume what we are told to consume and we are told what taste is correct. However there is minority, group, surprisingly large, that is independent of all this.

The radio never plays King Crimson, what does this tell ?

Robert Fripp (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 1926

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband