Hagnaður tannlækna jókst í samræmi við ofurhagnað Coca Cola

Gleymdist ekki að segja alla söguna í þessari frétt? 

Kissing 

Það er ekki bara Coca Cola sem hagnast á tanneyðingardrykkjum og sælgæti í vökvaformi. Amerískir tannlæknar eru furðulegir, þeir sem ég hef farið til eru eins og bílasalar og æsast mikið við að sjá fram á stórgróða í skolti manns. Er það ekki frábært líka þegar þeir græða?

Eins og venjulega virðist einblínt á að eitthvað fyrirtæki þéni svona og svo mikið eins og það skipti einhverju fjandans máli fyrir okkur? Coca Cola græddi 1,21 milljarði dali eitthvað bla bla. Kommon. Er landinn orðinn svona djúpt sokkinn í aurasýkinni að halda að þetta sé eitthvað merkilegt? Þetta er tilkynnt á mbl vefsíðu innan um blikkdrasl auglýsingar. Þessi frá Icelandair hefur verið að ljúga með eitthvað tilboð á $370 sem svo stenst ekki. Lygarar. Og öllum er sama nema einhverjum fámennum brask hóp sem bíður spenntur eftir að sjá hvað Icelandair græddi á árinu. Hvað græddu þeir svo mikið á lyginni einni saman og já var það ekki bara frábærastast af því öllu saman. Að ljúga og komast upp með það. Það þykir jafn flott og að stela. Hvað þá að stela og stilla svo húseigendum upp við vegg og hóta að fara með þýfið úr landi.

Í kvöld pantaði ég mér tvær bækur: 

The Disposable American: Layoffs and Their Consequences.

og 

The Prize: The Epic Quest for Oil, Money and Power.

Vonandi verða þær betri lesning.  


mbl.is Hagnaður Coca-Cola jókst um 79%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

talandi um Ameríska tannlækna... veistu hvort er yfir höfuð hagstæðara að láta gera við stellið hér í Ameríku eða á Íslandi?  

Ég er búinn að fresta rótarfyllingu í mörg ár...aðallega þó vegna odontophobíu á háu stigi.  Hefurðu séð splattermyndina "The Dentist"???

Róbert Björnsson, 14.2.2008 kl. 07:40

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Ekki hef ég séð myndina. En tveir amerískir tannlæknar vildu spæna flesta jaxla mína niður að rót og rótfylla etc. Íslenskur tannlæknir sem ég treysti sagði það vera út í hött og áhættusamt. Svo ég er enn með mínar tennur en ekki svona gerfilímtofanárót. En þeir græða á þessu tannlæknarnir. Skal ekki segja að mitt tilfelli sé eitthvað týpískt, en ég læt gera við tennur á Fróni.

Ólafur Þórðarson, 15.2.2008 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 1917

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband