Blöðrur og fagnaðarlæti duga nú skammt. Orðrómur að Kastró sé allur.

Við skulum vona að ástandið skáni en það er nú bara alsendis óvíst. Ástandið í landinu var grundvöllur þess að þessi einsræðisherra komst til valda til að byrja með. Framtíðin er alltaf svo björt, jafnvel í Tehran árið 1978 (áður en Khomeini tók yfir.) Saga Kúbu hefur margar hliðar og nauðsynlegt að vega og meta hvað er jákvætt og hvað er neikvætt í þessari sögu. Ástandið í nærliggjandi löndum er nú ekki endilega til fyrirmyndar.

Hér er einn vinkill: Ef Kastró er dauður munu öfgaöfl í BNA berja á brjóst sér og segjast hafa "komið á lýðræði með staðfestu," þrátt fyrir að hafa verið stór þröskuldur framfara Kúbu í öll þessi ár. Viðskiptabannið hefur verið einn dauðanagli þjóðarinnar og er ein stærsta undirrót vandamálanna ásamt persónulegu ófrelsi. Viðskiptabanninu hefur verið viðhaldið vegna þrýstings frá Kúbu-mafíuöflum.
Kastró kom mafíu frá völdum en hún stjórnaði síðan mörgu óbeint frá BNA í öll þessi ár. Landsmönnum ekki til framdráttar. Gætu Kastróistar sagt að hann hafi ekki verið bógu harður við að slátra mafíunni? Mafíósar segja hann hafa stolið eignum sínum, spilavítum og melluhótelum ofl.

Nú sjá mafíósarnir sér leik á borði og við skulum muna að þeir eru ekki síður akkilesar hæll Kúbu en einræðisherrann. Merkilegt annars hvað margir eru hliðhollir undir mafíuna, jafnvel á Íslandi.


mbl.is Orðrómur um að Kastró sé allur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Vestrænt samfélag er orðið svo gegnsýrt af græðgi í kjölfar neyslu-og gróðahyggjunnar að það liggur við að ég öfundi Kúbverja. Ég hef að vísu aldrei leyft mér þann munað að heimsækja þessa yndislegu eyju en margan ferðalanginn spurt. Öllum ber saman um að fólkið þarna og sú menning sem snýr að ferðamönnum sé hugljúft í ytri fátækt sinni. Þarna mun vera hart tekið á glæpum enda er þarna harðstjórn undir ægivaldi einræðis.Hér á Íslandi er líka harðstjórn en undir öðum formerkjum.

Hvergi sögðust viðmælendur mínir hafa á sínum ferðum um heiminn hafa verið jafn óhultir með eigur sínar, líf og limi.

Árni Gunnarsson, 26.8.2007 kl. 22:46

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Það er gott að fara milliveg í flestum málum lífsins. Ef Hannes Hólmstein yrði kommúnisti og einræðisherra á Íslandi þá færi ég nú aldrei að agitera hér í USA fyrir viðskiptabanni á Ísland. Aldrei. Að agitera fyrir viðskiptabanni með alvarlegum afleiðingum fyrir ættingjum og vinum væru jafn mikil landráð og það sem einræðisherrann HH gerði. Og jafnmikil landráð og hjá mörgum þessum öfgamönnum á Íslandi sem liggja yfir Amerískum sorpstöðvum og vilja komast í byssuleiki fyrir almenningsfé. Auðvitað er það byggt á tilskipunum utanfrá eins o svo margt annað.

Ólafur Þórðarson, 3.9.2007 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband