Af skrímslagangi: Skattalækkun leiðir til aukinnar framleiðni

...eða eitthvað á þá leið hljómaði fréttaflutningur nýlega af einhverri ráðstefnu sem Hannes Hólmsteinn setti upp í Þjóðminjasafninu. Hagfræðingurinn Edward Prescott var fenginn til að segja Íslendingum hvernig þeir ættu að bera sig að, fyrst þeir vita það ekki sjálfir og eiga svo bágt og svo lítið.

Hann sagði að það ætti lækka skatta (rispaða platan hakkar) því skattalækkanir í USA 1986 og Portúgal 1997 (ef ég man ártölin rétt) hefðu sýnt aukna framleiðni. Ok.

Þetta var útgangspunktur þessara tveggja háskólakennara. Maður myndi ætla að þeir hefðu meiri skynsemi í að ramma inn forgangsröðina því hvorugur minntist á það sem er mikilvægara. Sem sagt hver er fylgnin við skattalækkanir og skólakerfi (já og launa háskólakennara, nota bene), þjónustu við aldraða, barnaheimili, almenningssamgöngur, sjúkrakerfið og allt það? Já maður bara spyr.

Ætli skattalækkanir auki þessa þjónustu með einhverjum flottum reiknimódelum uppi í skýjunum? Getur t.a.m. verið að skattalækkun þýði niðurskurð hjá krabbameinsdeild Landspítalans?

Mér leiðast svona hagfræðingabarnasögur en það má gera uppkast að einni slíkri: Segjum sem svo að þjóðfélag sé eins og heimili. Fyrirvinnan er með 300,000 á mánuði og börnin eru 3. Ef fyrirvinnan ákveður að fá sér eina tekjulækkun segjum upp á 10% og verði með 270,000 á mánuði. Mun
a) Tíðni píanótíma barnanna aukast eða fækka?
b) Magn skulda heimilisins hækka eða lækka?

Svo fannst mér ágætt framtak að þessi fyrirlestur var í Þjóðminjasafninu, því þar eiga kenningar þessara pseudo-frelsispostula heima og því fyrr því betra. Vonandi var "vonda ríkið" ekki að borga fyrir þennan óþarfa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Það er enginn að misskilja neitt. Þú ert greinilega heilaþveginn af þessum bosðkap minn kæri frændi. Að segja að skattalækkun sé ótengd útgjöldum ríkisins til sameiginlegra útgjalda er stórfurðulegt. Bara þetta orðalag að ríkið sé með "framlag til félagsmála" setur þetta upp eins og þið fyrirtækjakallar séuð einhverjir háhestar með ölmusur handa hinum litlu aumingjunum.

Aukin hagsæld er heldur alls ekki endilega lílegri til að auka getu almennings til að halda góðri heilsu. Taktu bara bílinn sem dæmi og líttu á hreyfingarleysið, firringuna, félagseinangrunina og offituna tengdri honum. Fólk sem étur líka of mikið er næmara fyrir allskonar sjúkdómum. Þú getur sem sagt ekki slegið þessu fram eins og rétttrúnaði. Þar fyrir utan er ég ekki viss um að hagsæld hafi aukist á Íslandi að miklu ráði nema fyrir ákveðna braskarastétt, sem heldur uppi staðlinum. Mér sýnist að fyrir flestu fólki sé lífið svipað og fyrir einhverjum áratugum utan tækniframfarir ýmsar og eðlilegar þjóðfélagsbreytingar sem að mestöllu leyti eru áhrif utanfrá.

Aukin hagsæld í réttum farvegi getur vel aukið getu almennings til að halda heilsu, en samt sem áður eru ekki allir í netabol eins og Björgólfur Thor með einkaþjálfara og matasmakkara og þú munt á endanum fara inn á spítala og greinast með einhvern sjúkdóm og staðreyndin er að í dag er hellingur af fólki að fara inn á spítalana sem þarf heilmikla aðstoð. Og mér skilst að læknisaðstoðin á Íslandi hafi ekkert skánað á tímum ykkar frjálshyggjurugludalla. Sannarlega hefur frjálshyggjan gert spítalaferðir og sjúkratryggingarmál hér í USA að hreinni martröð. Eitthvað sem þú mættir kynna þér betur. Enda er það eðalsmerki þessarar "hyggju" að naga niður samtryggingarkerfið sem tók kynslóðir að byggja upp.

Svo má vara sig svoldið á "kenningunum," það getur verið dýrkeypt að sannreyna þær eins og sagan með kirkjuna sýnir. Skoðaðu líka hvað frjálshyggjudellan hefur gert fyrir dagblöðin í USA, sérstaklega á síðasta áratug. Hér er ein góð bók fyrir þig:
Bennett, Lawrence, Livingston: When the press fails: Political power and the new media.

Ólafur Þórðarson, 29.7.2007 kl. 14:56

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég er ákaflega mikið sammála þér veffari góður. Heimska frjálshyggjumanna byggir afar mikið á oftrú á kennisetningar. Sjálfur hefur Hannes Hólmsteinn enga grein skrifað frá eigin brjósti svo langt sem ég man. Allar hans skoðanir og ályktanir "sannar" hann með beinum tivitnunum í Milton Friedman, Adam Smith, Hayek eða einhverjar álíka hugmyndafræðlegar meginstoðir hins eina sannleika. Bein tilvitnun nýleg: "Ég sat við fótskör þessara manna."

Þessi maður starfar sem Háskólaprófessor! Maður spyr sig um hlutleysið.

En þetta með skattalækkanirnar. Gefum okkur að skattar af yfirvinnu verði afnumdir. Þetta hefur verið í umræðu alloft. Við Íslendingar eigum líklega næstum því heimsmet í lengd vinnudagsins nú þegar. Þegar frændur okkar á Norðurlöndum hafa lokið sínum vinnudegi og komnir í fjölskylduhlutverkið erum við enn að rembast við að klára dagvinnuskylduna.

Hversu margir ungir fjölskyldufeður ætli að færu nú að rembast í skattlausri yfirvinnu til miðnættis til að geta keypt stærri íbúð eða stærri jeppa? 

Neysluhyggjan er að eyðileggja margar fjölskyldur á Íslandi með ofurkappi á yfirvinnu, helgarvinnu auk svartrar vinnu árið í gegn. Er á bætandi?

Ég hygg að þeir Hannes H., Adam Smith og félagar hafi vanrækt að taka með í reikninginn öll samfélagslegu vandamálin sem þessu fylgja ásamt jafnframt þeim kostnaði sem samfélagið yrði að standa strauminn af. 

Árni Gunnarsson, 29.7.2007 kl. 18:10

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Auðvitað er nyrkill hið besta skinn og hann sem slíkur á ekki að vera til umræðu heldur málefnið. Og auðvitað er gott að ræða skattamál, hækkanir eða lækkanir.
Það sem sló mig við upphaflegar yfirlýsingar í útvarpi og blöðum er að skattalækkun væri einhvern veginn sjálfkrafa góð og af því skattalækkun í BNA og Portúgal hefðu sýnt aukna framleiðni.
Í umræðu um skattalækkunarmál þarf að skoða allar hliðar málsins til að gefa sér forsendur eða ramma til að athuga málin. Það nægir ekki að segja að framleiðni aukist. Bæði er það þröngur vinkill og líka, ef rétt reynist, staða í skammann tíma. Afleiðingar skattalækkunar getur dregið dilk á eftir sér til margra áratuga sem ógerningur er að mæla en getur fundist við breytt lífsskilyrði. Við getum ekki gefið okkur að þessar kenningar Prescott séu sjálfkrafa réttar og því þarf að skoða hina möguleikana, sem felast í hvað gerist ef skattar eru lækkaðir og aukið fjármagn í umferð fer bara í aukna neyslu eða í tilfelli fjárfesta; í auknar fjárfestingar erlendis í gegnum erlenda bankareikninga etc.

Það hefur sýnt sig að fólk með smá aukapening í höndunum er ekkert frekar að eyða þeim í skynsamlegri hluti. Við þekkjum það þegar við fáum smá launahækkun, það breytist í sjálfu sér lítið nema að neyslan eykst um eitthvað smáræði.

Það var ábyggilega ekki bent á það á þessari Þjóðminjasafns-ráðstefnu að skattalækkanir koma yfirleitt alltaf þeim efnameiri til góða, enda hafa þeir úr meiru að moða og stærra að hnoða. Fólk á lægri launum er best sett með góðu ríkisaðhaldi og það kemur berlega í ljós þegar kemur að hlutum eins og barneignum, stofnun heimilis, veikindum og þegar hætt er að vinna.
Því held ég því fram að það séu frekar talsmenn auðmanna og braskara sem eru að tala um fyrir skattalækkunum. Nema í því tilviki þegar ræða á skýrar skattalækkanir til handa þeim sem minna mega sín. En þá snýst umræðan ekki um aukna framleiðni, ekki satt?

Svona sem dæmi hvað viðkemur einstaklingi að stofna heimili í dag, "byrja að búa," þá hefur orðið mikil afturför á síðustu 5 árum vegna margfaldaðs fasteignaverðs. Það er ekki hægt að ræða um framför í þessum málum þrátt fyrir loforð hagfræðispekinga um annað. Mér skilst á fólki sem kaupir á hinum nýju lánum að því finnist það eiga ekkert í eignunum eftir margra ára afborganir á lánum sem eru með breytilegum vöxtum ofaná verðtrygginguna. Er það þá á einhvers konar pseudo-leigusamningum? Verðið í dag er það hátt að ungt fólk fer aftur heim til pabba og mömmu eftir nám. Hjón með eitt barn taldi sig vera græða á hækkuðu íbúðaverði en hefur svo ekki efni á stærri íbúð þegar næsta barn kemur og er einfaldlega fast í of lítilli íbúð.

Pointið er, að svona hagfræðingar sem eru talsmenn auðmanna eru ekki að gera almenningi neinn greiða, satt að segja þvert á móti. Hagfræðin er ekki raungrein, heldur e-s þeóríufag sem getur s.s. verið gagnlegt á mörgum sviðum.

Svo vitum við af lífsreynslu að menn eigna sér hluti sem þeir ekki eiga. Fyrri skattalækkunum er stillt upp sem ástæðu fyrir einhverjum hagvexti sem mælist. En fáir finna fyrir. Jafnvel ef ástæðan fyrir vextinum reynist einhver önnur. En svona er mannfólkið og trúin á málstaðinn getur verið sterk. Ég er afar skeptískur á hagfræðispámennskuna eftir lestur á nokkrum slíkum bókum, hvað þá við lestur blaðagreina frá ýmsum aðilum á sömu bylgjulengd.

Ólafur Þórðarson, 30.7.2007 kl. 03:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 1924

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband