Betra seint blogg en ekkert

Eða hvað. Nema ekkert sé verið að segja. Vegna anna hefur lítið borið á bloggi hjá mér. Skrýmslasýningin í Ráðhúsinu hefur gengið prýðilega og viðbrögðin mjög jávæð. Það er hægt er að nota þennan sal þó margir kvarti yfir honum og kannski réttilega því listrænt séð er ekki auðvelt að sýna þarna. En það er hægt. Hér er mynd af mér með nýju bókinni. Bókinni með gatinu. Annars er bloggið einhverra hluta vegna afskaplega seinvirkt. Það er svo hægvirkt að á mörkunum er að hægt sé að nota það. Átsj.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Veffari,

þú ert nú búinn að afhjúpa þig svo augljóslega á netinu að ég flyt upp þig frá "Vaffi" til "Ó" í bloggvinalistanum mínum:

Og aftur og enn, til hamingju með frábæra sýningu heima = ég hef ekki séð hana sjálfur en fólk sem ég treysti gefur henni góða dóma:

Ásgeir Rúnar Helgason, 20.7.2007 kl. 20:56

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sá þessa bók útundan mér í Máli og menninngu. (eða Menn og Málning eins og bleslindir segja) (smá sneið á Ágeir hehe).

Hún fangaði athyglina strax úr fjarlægð og nú neyðist ég væntanlega til að kíkja betur á hana, þar sem bloggvinur er höfundur. 

Jón Steinar Ragnarsson, 21.7.2007 kl. 03:45

3 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Já, já, núðu bara sallati í sárin:

Ásgeir Rúnar Helgason, 21.7.2007 kl. 15:29

4 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Verý gúdd. Gaman að heyra þetta. Að baki liggur mikil vinna og tilstand.

Annars hefur verið afhjúpunarlinkur á veffara-upplýsingasíðu síðan í byrjun. Svona fyrir þá sem nenna að skoða, well, waddayaknow.

Verð niðurfrá seinnipartinn Sunnudag.

xx

Ólafur Þórðarson, 22.7.2007 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 1958

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband