Vissulega skemmir vegurinn!

Nú hefur verið marg sagt að þetta hafi verið voða vel kynnt, samt fann ég það bara ekki um daginn en gerði núna. En hvers vegna ætli sé ekki alveg augljóst að finna þessar upplýsingar, þegar verið er að gefa í skyn að þetta sé svo vel kynnt? Tók eftir að tölvulíkan af nýju hverfi sýnir ekki tengsl við kvosina. Jæja hvað um það, set hér inn það sem ég hef fundið og mína skoðun á þessu máli.

Setti í fyrsta lagi saman loftmynd sem ég fann af veginum góða og svæðinu í dag og skeytti í við hliðina mynd af veginum sem á að fara að byggja.

Þessi nýji vegur er sannarlega ekki gata fyrir bæ, heldur straumlínulagaður flóttavegur fyrir úthverfið sem á að rísa í hlíðinni fyrir ofan álafosskvosina. Vegurinn og hverfið munu gjörbreyta þessum sérstaka dal. Eftir því sem ég fæ best séð, enn eitt pakka-svefnhverfið, að öllum líkindum einhæft formúluhverfi í kvöðum úreltra skipulagsreglugerða og hlekkjum þröngra markaðssjónarmiða, lágmarksnýtingu á dýrmætu landi and so on and so forth. 

Þessi ministærðar hraðbrautarslaufudraslsskratti sem á að leggjast rétt við Álafosskvosina er dæmigerður fyrir þessi endalausu skipulagsmistök og frekar týpískur hluti af þessum úthverfa"pakka" sem bæjaryfirvöld hafa verið að kaupa sér á sl. áratugum. En kvos í handarkrika svona hraðbrautarformúlu verður nú ekalabeforeafterki sama kvos og er til staðar í dag. Manni er kannski óskiljanlegt hvernig svona gengur upp og af hverju það þarf hraðbrautarslaufudúllirí í þetta svefnhverfi á annað borð. Er ekki stýri á bílum svo ökumenn geti tekið beygjur? Þurfa allar götur að vera gerðar fyrir hálf sofandi álfa með kaffibolla í annari og farsíma í hinni, sem hugsa ekki um ökulag og mega engar hindranir eða hraðatakmarkanir sjá á leiðinni að bílskúrshurðinni?

Þarna er gata rétt norðan við og maður mætti halda að það sé nú hægt að nota hana sem hluta aðgengi fyrir framtíðarhverfi. Þá þarf að gefa stefnuljós til vinstri (Ónó, ekki flækja daginn með stefnuljósi!!) og beygja upp meðfram nýrri úthverfabyggð. Þá má leyfa núv. túni/brekku að notast í framtíðarpúkk fyrir byggingar sem hluta af kvos. Sjá neðar.

Maður er barasta eiginlega hálf gáttaður á svona ó-hönnun sem miðast við "hraðskeiðasta aksturinn." Það sem tapast er nokkuð klárt: Eðlileg framtíðaruppbygging kvosarinnar fylgjandi þeirri fyrirmynd sem sagan hefur búið til. Liggur svona mikið á að skipuleggja land í Mosó undir svefnhverfi Reykjavíkur að ekki megi skoða ítarlegri möguleika?

Smá spurning. Hvort er skynsamlegra; uppbygging í smáum skömmtum sem miðast við að búa til byggðarkjarna og styrkja hina upprunanlegu ímynd Mosfellssveitar eða úthverfapakki með  hraðbrautarslaufum?

Útfærsla mín með hugsanlega stækkun Álafosssvæðisins þannig að kvosin sé styrkt með nýbyggingum, en ekki vegið að henni.

Er ekki nokkuð augljóst að Álafosskvosina þarf að stækka beint út frá miðju sinni, miða við núverandi uppbyggingu hennar og leyfa henni að vaxa með hæfilegum hraða með byggingum sem taka mið af þeirri húsagerð sem fyrir hendi er og þáttöku íbúa? Þetta væri nær formúlu fyrir samheldni íbúa, meðvirkni, sérkennum og stækkun á því sem við vitum að er gott og fallegt umhverfi. Þarna er auðvitað hinn eiginlegi framtíðarmiðbæjarkjarni Mosfellsbæjar, þá alls ekki í neinu shopping-mall og mega-bílastæða drasls stíl. Set hér inn smá rissu sem ég gerði, með hvernig kvosin gæti einmitt byrjað að byggjast upp á eðlilegri máta. Þessi húsaklasi myndi vel geta risið þar sem núna er verið að gera þessa leiðinda (og ábyggilega vel meintu) hraðbraut. Hann væri meðvirkur í gerð kvosarinnar og auðvitað hægt að útfæra á mismunandi máta, svo lengi sem það smellur inn í kvosina.  Þetta verður að byrja í kvosinni og svo stækka út frá því sem fyrir er. Whatever you do, man.

15 Febrúar, 2007 


mbl.is Kröfu vísað frá um stöðvun framkvæmda við tengiveg í Mosfellsbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband