Er þetta rétt? Dagblöð útdauð eftir 2-3 áratugi?

Stríðsbraskarinn Murdoch heldur fram að dagblöð verði útdauð eftir 20-30 ár.

Ég er ekki viss um að þetta sé rétt, því margt getur breyzt í bransa á örfáum mánuðum eða árum og forsendur eftir 20 ár eru einfaldlega ekki vitaðar. Bók í kvikmyndaformi eða á snældu hefur sjálfsagt áhrif á lestur bóka fram og til baka.

Sjálfur held ég að dagblöð og netið séu að mörgu leyti bara aðskildir miðlar, og þó að netið ríði ýmsum að fullu, þá er það ekki endilega svona augljóst. Þegar menn þurfa að greiða fyrir áskriftir að fréttum á netinu, þá t.a.m.breytir það miklu. Ég myndi halda að á einhverjum punkti munu menn sjá betur hvernig aðgreina megi dagblöð/tímarit og netrit. 

Svo eru staðbundin blöð í besta falli rótgróinn hluti af samfélaginu eins og til dæmis okkar Moggi sem hefur í heildina í gegnum áratugina verið nokkuð góður, með ágætu samansafni aðsendra greina, minningargreina, Lesbókar o.s.frv. Net-mogginn er bara allt öðruvísi miðill sem t.a.m. þrífst að stóru leyti á bloggi, ítarlegum gagnagrunni fasteignamarkaðar eða skyndifréttum.

Ég held því að Murdoch, sem er að fara að rukka fyrir fréttir á netinu, sé að reyna að koma á koppinn tekjulind og því er þetta dulin auglýsing hjá honum. Hann lifir og hrærist í slíkum pælingum:

"Þú borgar, af því dagblöð eru hvort eð er að hverfa."

Að öllum líkindum verður Murdoch þó sjálfur dauður eftir 20-30 ár og er gott að minnnast þáttar hans í alls konar beinum áróðri til dæmis þess að agitera fyrir mannlegum hörmungum og innrás í Írak eða krukka í pólitík innan BNA og utan.

Með sjónvarpsstöð á borð við FoxNews getur ekki nokkur maður talist vera áreiðanlegur. Jafnvel þó braskarinn hafi keypt Wall Street Journal. 


mbl.is Murdoch boðar dauða dagblaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei blöðin munu ekki hverfa. Fólk vill fá að fletta blaðinu sínu alveg eins og fólk vill fara út í búð til að versla þó það geti verslað næstum allt gegnum netið. Menn spáðu nú líka dauða útvarps og kvikmyndahúsa þegar sjónvarpið kom.

óli (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 05:49

2 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Ég veit ekki frekar en aðrir hvað framtíðinn ber í skauti sér en ég get svosem tekið undir þetta með honum, blöðin verða sjálfsagt nánast útdauð eftir þennan tíma.

Just posting my opinion on the matter

Garðar Valur Hallfreðsson, 19.9.2009 kl. 08:21

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Óli já það er áhugaverður samanburður. Kvikmyndahúsin hafa sannarlega breyst, uppfull af auglýsingadrasli fyrir sýningar, langt inn í sagðann byrjunartíma mynda. Spurning hvort videóleigurnar hafi ekki þjarmað að kvikmyndahúsunum.

Ólafur Þórðarson, 22.9.2009 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband