Orkupistill. Hvað á að gera við orkuna?

 

Hvað á að gera við orkuna?

1.  Úrvinnsluiðnaður -er það betri framtíðarsýn og stabílli? Búa til stuðara og annað dót? Skilar það meiri arði eða krefst það ekki einmitt ódýrs og nægs vinnualfs? Og það, N.B. er ekkert endilega orkufrekur iðnaður og getur því vel þrifist við hliðina á álveri

2.  Gróðurhús "Kálver" -einhverjir haldbærir útreikningar til? Sparar það handan innflutnings á grænmeti og einhverjum ávöxtum? Mér líst mjög vel á sjálfbærni í grænmetis-og ávaxtaræktun. En værum við samkeppnishæf erlendis við löndin með ódýra vinnuaflið OG enga þörfina fyrir gróðurhúsaviðhald eða að greiða upp þá fjárfestingu sem virkjun er?
Ætli það. Það er lenskan að halda að menn geti orðið heimsins bestir uppúr branding kjaftæðinu einu saman. Enda næg dæmi um útrás sem fer út með hávaða og látum og kemur eins og aumingi aftur heim. Svona gróðurhúsadæmi tekur marga áratugi að þróa en er ekki vitlausara en hvað annað. Reyndar hefur það verið í þróun marga áratugi með góðum árangri í smærri skala. En er rétt að gera gróðurhús að stóriðju? Smíða (rándýra) virkjun til að búa til mega- gróðurhúsasvæði? Hver yrði einokunarstaða þess á innanlandsmarkaði og hvers konar aðilar myndu ná undir sig grænmetismarkaðnum? Myndu núverandi smábændur í gróðurhúsafaginu detta upp fyrir og allir fá agúrkurnar úr Kálverinu? Ég bara spyr því ég hef mínar efasemdir þó hugmyndin finnist mér hljómfagurt pólitískt yrkisefni.


3.  Túrismi? Er ekki kominn nægur átroðningur? Eru ekki komin næg landspjöll af túrisma líka? Verið er að tala um að rukka inn á svæði vegna átroðnings. Geysir t.a.m. er orðinn hálf lágkúruleg hamborgara og túristamjólkurbúlla sem maður sneyðir hjá. Stopp við vegaútskot eru oft út-skitin með klósettpappír og mannaskít þar sem maður ætlaði í berjamó. Enginn er fullkominn. En tími er til kominn að endurmeta túrismann og skoða og hlúa að því sem er vel gert og laga það sem er að skemma landið. Jafnvel takmarka túrisma á átroðningssvæðum?

4.  Öll egg í sömu körfu... eru ekki fiskveiðar, túrismi, stóriðnaður 3 egg af fleirum? Er ekki skoðað það sem skilar mestu $$? Hvar eru hagnaðarútreikningar af "óverptu eggjunum"? Ekki braskaraútreikningar eins og í bankadellunni eða semi-akademísku kjánarugli, heldur langtíma stabílar tekjur. Ég sé ekki betur en að þá séu þegar mörg egg í körfunni. Og í raforkusölu viljum við selja erlendum aðilum sem mesta orku fyrir sem best verð. Þangað til við segjum stopp við fleiri virkjunum umhverfisins vegna og eða einhvers annars.
Hvaða iðnaður hefur þá besta möguleikann á að skila mestum gjaldeyri fyrir orkusölu? Þetta er "bottom line" spurningin, þó fleiri spurningar eigi líka að hafa stórt vægi.

5.  Gagnaver. Öllum líst vel á þetta dæmi. Þarf ekki að klára infrastrúktúrinn, öryggistengdar kapaltengingar við útlönd og slíkt? Hvað eyðir gagnaver af rafmagni í samanburði við álbræðslu?

Mig grunar nefnilega að til að gera nýja hluti þá er vel hægt að gera álver lika. Spurning um hvernig samninga og að vera raunsæ. Það sem stendur upp úr í mínum huga sem áður er umhverfislegt mat.

Því við gætum farið út í mega-gróðurhúsarækt og svo einfaldlega ekki verið samkeppnisfær á erlendum mörkuðum og dæmið niðurgreitt stórtap af ríkinu í áratugi. Er einhver með svar við þessu? Ætli það. En þeir sem bulluðu hæst munu ekki kannast við neitt og kenna öllum öðrum um.

En ég veit líka að ef við höfum eitthvað betra við orkuna að gera, þá eigum við að geta sagt upp samningum við álrisana með sanngjörnum fyrirvara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 1883

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband