Reiðin beinist að Hannesi Hólm.

Hannes er til margra áratuga andlit frjálshyggjublaðursins og marg-skjalfest brúða búktalara og akademískra ruglustrumpa á borð við Milton Friedman eða Henry Hazlitt. Svo það er ekkert skrýtið að menn séu með horn í síðu ritara þeirrar hugmyndafræði sem nú hefur enn aftur beðið skipbrot.

Því fyrir venjulegu fólki er augljóst að einkavæðingin og frjálshyggjudellan er aðal undirrót spillingarinnar og vandans sem hefur komið upp og stefnir þjóðinni í alvarlega brælu á miðum milli Englands og Hollands.

En gott er að muna að það á ekki að beina spjótum að Hannesi persónulega, heldur taka fyrir það sem hann segir. Sem er ágætlega gert með því að berja á potta og pönnur. Oft er best að drekkja bulli í enn meiri hávaða. 


mbl.is Aðsúgur að Hannesi Hólmsteini
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband