Allar auglýsingar eru óviðeigandi í bíó.

Mín skoðun er nú þannig að ef maður kaupir miða í bíó kl. 10:00, þá á myndin að byrja akkúrat klukkan tíu og án nokkurra augýsinga.

Þetta er einfalt mál. 

Það er að sjálfsögðu óþolandi að verið sé alls staðar að valta yfir alla, börn þ.m.t., með uppáþrengjandi og sálrænt brenglandi auglýsingarusli.

Þetta er aðal ástæðan fyrir því að ég er löngu hættur að heimsækja kvikmyndahúsin, hef engann áhuga á að borga mig inn sem þáttakanda í markhópi auglýsendaskrums. Ég er reyndar þeirrar skoðunar að ef auglýsingar eru sýndar með myndunum, þá á aðgangur að vera ókeypis fyrir áhorfendur VEGNA auglýsinganna.

Undantekning gæti verið ef sýndur er trailer úr mynd sem í viðfangsefni gæti tengst þeirri sem á að fara að sýna.

En einu sinni var gaman að fara í bíó. Fyrir löngu síðan. Þá fór maður til þess að horfa á bíómyndir. Svona einfalt var þetta og svona einfalt á þetta að vera.


mbl.is Auglýsa póker á Ísöld 3
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bíóhúsin hafa tekjur af auglýsingunum.  Ef auglýsingar væru bannaðar þá væri bíómiðinn væntanlega dýrari.

Mér fynnst í góðu lagi að sýna auglýsingar í bíóum og sé ekki hvað það skipti mál þó pókerauglýsing sé sýnd á undan barnamynd, því börnin vita hvort sem er ekki hvað póker er og út á hvað hann gengur.   En ef þau vita það þá er vandamálið stærra en auglýsing í bíóhúsi.

Björn (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 10:18

2 identicon

Björn. Þú gerir þér grein fyrir því að börn sem eru að horfa á þessa mynd eru allt frá 2 upp í 14... þú getur ekki sagt mér að þessi börn viti ekki hvað þetta er og að þetta geti ekki haft áhrif. Gefum að þessi börn myndu sjá x margar svona auglýsingar á viku sem segja að það að spila þennan póker sé alveg rosalega flott og frábært og þau ættu að taka þátt í því. Helduru að það myndi ekki hafa áhrif?

 Svokallaðir "unglingar" eru mest berskjaldaðir af öllum og fara oft á teiknimyndir með systkinum sínum og þá er ekkert gott að það sé verið að heilaþvo þá með svona auglýsingum sem ganga út á það að blóðmjólka þá.

Svava (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 10:35

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Ég er nú svo heppinn að þar sem ég bý í New York eru 2 bíóhús nærri, þar sem engar auglýsingar eru sýndar. Ég fer stundum í þau, en dettur ekki í hug að fara í önnur, eða þessi hér á Íslandi. Þessi tvö bíó eru á sama miðaverði og hin kvikmyndahúsin svo ég trúi alls ekki að auglýsinga sé þörf, nema kannski til að borga fyrir eitthvað óskylt kvikmyndinni, s.s. offjárfestingar á húsnæði eða gróðafíkn eigenda.

Fólk heldur oft að auglýsingar hafi engin áhrif á það en auðvitað væru engar auglýsingar ef þær hefðu engin áhrif. Póker auglýsingar eru alveg jafn slæmar og aðrar -sem hafa það eitt hlutverk að búa til ímyndaða þörf á einhverju rusli.

Ólafur Þórðarson, 25.8.2009 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband