Friedmann heilaþvotturinn, 3967 kafli.

Síðasta áratug hefur verið í gangi mikill heilaþvottur og endalaus bullubunugangur með að fyrirtæki séu heilagar kýr og að markaðurinn sé betri vinur en sjálfur Jesú, bara heiðarlegur vinur í leiðréttingum. Blöðin uppfull af bulli um markaðsfréttir, "vinur okkar" að hækka um 0,01% eða lækka um sama, fyrirtæki seld og kynnt eins og mikill hetjuskapur sé stundaður eða það skipti máli. 

Þetta er auðvitað einkenni á firringu oig heilaþvotti og græðgisfíkn. 

Talað er eins og fylgja eigi markaðnum, frekar en það sem skynsamlegt fólk myndi segja að stjórna þurfi markaðnum. Þjóðfélag sem er gott og fylgir markaðsprinsippum til hins ítrasta er ekki til, er útópía rétt eins og kommúnismi Sovét fyrrum.

Þjóðfélagið er miklu flóknara en einhverjar markaðskenningar.

Afnám reglugerða setur þjóðfélag á hausinn, rétt eins og ef engin lög væru í landinu þá kæmi skálmöld. Þetta virðast menn á borð við Hannes Hólmstein ofl trúboðar Friedmanismans ekki skilja. Sami er að blogga á blog.is en þorir ekki að leyfa umsagnir af ótta við að sannleikurinn birtist.

Staðreyndin er að fyrirtæki eru bara tól manna til að halda utan um ákveðinn rekstur. Góð fyrirtæki stunda framleiðslu þar sem heildarsýn skiptir öllu máli. Þar sem skúringatæknir fær virðingu og að lítið bil sé þarna á milli hans og forstjórans, að hugsað sé til langs tíma og að heilsteypt og viti borin skynsemi geti þjónað öllum þáttum innra og ytra sem fyrirtækið kemur að. Léleg fyrirtæki eru sem dæmi þau sem eingöngu eru gerð til að svala gróðafíkn utanaðkomandi einstaklinga sem helst ættu að flytja til Las Vegas. Staðreyndin er að "fyrirtæki" sem slíkt á ekki að hafa nein forréttindi og því eru röksemdir viðskipta-öfgamanna furðulega barnalegar í tilraunum til að réttlæta það sem oft er bara brask.

Fyrirtæki þurfa nefnilega aðhald rétt eins og börn í uppeldi. Að tala um að "sverta fyrirtæki" er í augum braskaranna and-auglýsingar. En í augum venjulegs fólks er það bara gagnrýni. Er ekki komið nóg af einhæfu talivarðandi fyrirtækin? Eru menn ennþá að velta sér uppúr að ekki eigi að leyfa að gagnrýna fyrirtæki? 

Hver er munurinn á þessum hugsanahætti og að vilja banna að tala neikvætt um formann Maó? 

Vitleysingurinn sem allir fylgdu í humátt á eftir eins og jarmandi rollur á leið í sláturhús, Milton Friedmann, sagði jú sjálfur að fyrirtæki hefðu enga samfélagslega ábyrgð. Þetta sýna fyrirtæki, þar sem forréttindastétt hlutabréfaeigenda eru rétthærri en almennur verkamaður. Ef arður er í fyrirtæki á að skipta honum milli þess að setja hluta sem sparnað fyrirtækisins í banka, og hinn milli fólks í fyrirtækinu og þeirra sem eru utanaðkomandi með hlutabréfaeignir. Ójafnt fyrirtæki er ekki gott fyrirtæki og á skilið sterka gagnrýni. 

Ég hef áður skrifað að HB Grandi hlýtur að sjá villur síns vegar ef rétt er sem haldið er fram un fyrirtækið. Annars hljóta þeir að skýra út sitt mál. 

Spurning hins vinnandi manns hlýtur á endanum að vera: Til hvers vinna vel fyrir einhverja sem er sama um mann?  Þetta hefur marglagskipt neikvæð áhrif um allt. Ekki síst varðandi vinnusiðferði.


mbl.is Atvinnurekendur reiðir Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 1893

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband