Mannheld eða mannfælin hús?

Ég mis-las fréttina, fyrst hélt ég að hún fjallaði um að gera ætti húsin á Hverfisgötu boðleg fólki. en svo virðist ekki vera. 

Svo sem gott skref í rétta átt. Gott framtak hjá eigendum að þrífa hjá sér, sumir læra nefnilega aldrei að þrífa eftir sig eða hugsa vel um það sem þeir eiga. En það á líka, eins og ég hef stungið upp á áður, að sekta ábyrgðamenn fyrir að láta hús standa auð í miðju borgarhverfi. Slíkir eigendur eru að stórskemma miðbæinn í von um framtíðargróða. Slíkar fjárfestingar eru á kostnað hverfisins í heild sinni. Auð hús eru verri skemmd á hverfinu en veggjakrot og ekkert skárri en brotnar rúður. Auð hús eru mannfælin fyrir hverfið og stuðla að vanvirðingu fyrir því öllu. 

Reykjavík var nefnilega að ýmsu leyti byggð af smekklegra fólki en byggir í dag. 

Svo er fréttin sögð eins og húsin hafi sjálf ákveðið að fara í niðurníðslu. "...ó, af því ég er svo gamalt hús og heilsulítið... byggt af vanefnum." -Auðvitað eru það eigendurnir sem eru með húsin í niðurníðslu og vanhirðu. Og nærliggjandi hús þar með í þannig hverfi.


mbl.is Hús við Hverfisgötu gerð mannheld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna

Hvern fjandan ertu að bauka þarna úti? Komdu heim núna  Þú hefur greinilega vitræna yfirsýn yfir hlutina á gamla Fróni. Kv.Erna

Erna, 27.3.2008 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 1890

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband