Fornbílaklúbbur, af hverju ekki 727-100

727-100 fyrsta þotan sem kom til landsins 1967 er að sjálfsögðu merkur áfangi í sögu Íslands. Þotan sjálf er ekki bara svoldið kúl eins og gömlu fornbílarnir sem fæstir myndu fussa og sveia yfir. Hún er upphafið á nýju tímabili í sögu landsins. Hún er ein af þessum með dyrnar á rassinum ef svo má segja, gengið er út að aftan með innbyggðum stiga. Það eru varla fleiri en 100 slíkar vélar í notkun í dag, síðast þegar ég flaug með einni slíkri var frá New York til Mexíkó í Ágúst 2001.

Boeing 727En málið með þoturnar er að þær gerbreyttu landinu. Einangrun var þá að fullu rofin, sem hefur haft miklar afleiðingar fyrir þjóðfélagið allt. Ferðalög til útlanda jukust og auðvitað er því þannig háttað í dag að þotan er ómissandi máttarstólpi þjóðfélagsins. Við myndum ekki lifa eins og við gerum ef ekki væri fyrir þotur af öllum stærðum og gerðum. Þá er eðlilegt að spyrja hvort ekki sé nauðsynlegt að hlúa að rótunum og eiga fyrstu þotuna? Hversu mikils virði er að eiga hlut sem gerbreytti þjóðinni? Ef við lítum aftur og hugsum að ekki hafi henni verið bjargað þegar kostur var á, þá kannski eiga menn eftir að baga sig í handabakið. Svona til samanburðar, er hægt að setja verðmiða á fyrsta Íslenska bílinn? Á fyrsta íslenska reiðhjólið? Fyrsta steinhúsið? ... Hversu mikils virði eru fornbílarnir í fornbílaklúbbnum? Eru þeir ekki menningarverðmæti? Jú auðvitað eru þeir það. Og svona þota er það líka. Það má segja að þotur séu stór lykill að menningarverðmætum.

Svo væri flott ef flugvöllurinn í Reykjavík yrði gerður almennilega upp með glæsilegri nýrri alþjóðaflugstöð í Vatnsmýri og eitt gamalt flugskýlið gert að flugvélasafni. Flott þar, á alþjóðaflugvelli í hjarta Reykjavíkur.  Ef ég ætti kost á að lenda í Reykjavík eða Keflavík myndi ég sannarlega velja Reykjavík.


mbl.is Fyrsta þota Íslendinga í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

Þetta voru fallegar vélar og manni fynnst alltaf sárt að horfa uppá svona gripi eyðilagða.  Að vísu er varla ein skrúfa eftir af upprunalegu vélinni og UPS voru búnir að breyta henni töluvert.  En 80 milljónir eru í raun og veru afskaplega lítill peningur á Íslandi í dag...eitt hesthús?

Það kæmi mér ekki á óvart að Arngrímur Jóhanns og félagar tækju sig til og stofnuðu "tvista-vinafélag" og kæmu gripunum norður á Akureyri í nýja flugmynjasafnið.  Ég held að það séu yfir 100 meðlimir í Þristavinafélaginu sem heldur DC-3 vélinni gangandi.

Róbert Björnsson, 2.3.2008 kl. 06:17

2 identicon

Heill og sæll, veffari góður og aðrir skrifarar !

Þakka þér; einkar athyglisvert innlegg, í samgöngumála flóruna.

Með beztu kveðjum, sem fyrr / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 17:05

3 identicon

Það var kúl að hafa afturvængina uppá stéli

annars er það fært í stílinn að segja að þessi þota hafi rofið einangrunina.  Rofið gerðist svona hægt og sígandi, Gullfoss skipið breytti miklu.  Vickers vélarnar sem komu 1957 voru fyrstu vélarnar með jafnþrýstibúnaði. Svo kom DC6 Cloudmasterinn hjá Loftleiðum 1959 sem hafði enn meira flugþol. Síðan var næsta skref þegar Loftleiðir keyptu Canadair 160 farþegavélar árið 1964. Loftleiðir tóku fyrstu þotuna í notkun 1970 sem var DC8 en Flugfélag Íslands var á undan 1967 þegar Gullfaxi kom.  Ég var fimm ára og man eftir því - var eitthvað að vappa í Vatnsmýrinni og það var þjóðhátíð og miklar væntingar í loftinu. Vissulegar voru bundnar miklar vonir við "Þotuöld" og við erum á þeim aldri að tengja okkur við þetta móment. Framfarir síðan þá eru ekki miklar. Við erum einfaldlega stödd í næstu kynslóðinni 737/757 sem hefur verið hér síðan 1990 ef ég man rétt.  Eftir um 1-2 ár kemur næsta bylting þegar næsta kynslóð kemur frá Boeing þegar Dreamlinerinn (787)  kemur.  Flugþreyta á að minnka verulega þar sem hávaði verður minni, þrýstingur nær jörðu (1600 metra í stað 2400 metra), rakastig nær því sem okkur er eðlilegt vegna notkun nýrra non-málma, ósón verður fjarlægt,  ég á nú eftir að sjá það.

Örn Orrason (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 21:02

4 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Var að rekast á vefsíður Baldurs Sveinssonar með helling af flugvélamyndum. Vel þess virði að kíkja á þær. 

Annars held ég að þoturnar hafi rofið einangrunina að því marki sem við þekkjum í dag. Þær eru hraðskreiðari og þægilegri. Þoturnar voru með ímynd sem gerbreyttu afstöðu fólks til flugs, þ.e. farþegaflugs. Iconið á þessum tíma var Concorde og það var runnið upp nýtt tímabil. Auðvitað er þróun í þessu eins og öðru. En sólarlandaferðirnar voru komnar á fullt uppúr 1970+ ef ég man rétt. En ég leitaði að einhverju um þessar Canadair 160 og fann ekki neitt.

Ég man líka eftir flugsýningum á Reykjavíkurflugvelli. Þá var maður uppi á Öskjuhlíð sem smá patti og horfði á vélar sigla yfir flugbrautunum og gera einhverjar hundakúnstir. Flott að hafa flugvöllinn þarna en ekki einhverjar forljótar blokkir í hafsjó bílastæða. 

Ólafur Þórðarson, 3.3.2008 kl. 05:16

5 identicon

Þær hétur reyndar Canadair CL-44D og tóku 160 farvþega, síðar 189 farþega og voru þá stærstu skrúfuþotur sem flugu yfir N-Atlantshafið. 


Fárbært yfirlit yfir flugsöguna er að finna á http://www.flugsafn.is/html_isl/flugsaga-01.html

Örn Orrason (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 09:42

6 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Já flott yfirlit á flugsafn.is!

Ólafur Þórðarson, 3.3.2008 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband