Þverstæður í fréttum.

Tók eftir því að rétt áður en þessi skýrsla var birt um mistök Ísraela, kom önnur frétt eða einhvers konar "tilkynning" um að Olmert hafi barasta staðið sig vel í þessu stríði. Svona er fréttamennskan, hver yfirlýsingin þvert á haus við aðra. Hvernig á maður að vita hvað er rétt og hvað er ekki rétt? Geta fréttamenn kannski greitt úr þessu fyrir okkur og sett sjálfir inn smá skýringar eða vinsað úr það sem er eiginhagsmunapot? Eða er ég að misskilja eitthvað? Kannski liggur hundurinn grafinn í því að fréttir eru ekki betri ef þær koma strax inn, hugsunarlaust eins og næsti drykkur alkóhólistans. Er ekki betra að bíða stundum, fara aðeins yfir efnið og splæsa saman fréttir að utan til að móta eina betri sem gefur betri sýn á málefnið? Bara spyr. 

Nú vantar link af frétt Mbl.is á skýrsluna svona til að klára málefnið sjálft. Takk fyrir.


mbl.is Ísraelum „mistókst alvarlega“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband