Hægt er að sjá video og myndir sem ég tók af brunanum hér á blogginu mínu

Skoðið þetta  http://veffari.blog.is/blog/veffari/entry/289914/   Reyndar er unnið að niðurrifi byggingarinnar. Og reyndar er hún ground-zero bygging sem skemmdist mikið 9-11.

Eldurinn í dag fór upp um alla byggingu, töluvert hrundi úr henni, ýmislegt brann á götunni og alveg upp í þak og er enn að brenna núna, 7-8 klst seinna.
Nú er klukkan að ganga ellefu að kveldi til og ennþá eru eldar í Deutsche Bank háhýsinu hér rétt fyrir norðan. Eitthvað virðist ganga illa að slökkva þá -eða þeir eru að láta þá brenna út. Nú hafa þessir eldar varað í 7-8 klst. Það hrynja ennþá brennandi hlutir af húsinu og detta alveg niður og allskyns skruðningar heyrast, þó ekki eins mikið og fyrr í dag, líklegast eitthvað timbur af stillönsum utaná. Hér er brunalykt um allt hverfi og í íbúðinni hjá okkur. Sé í myrkrinu einhverja ganga um í byggingunni með vasaljós að skoða skemmdir, væntanlega að meta strúktúrinn.


mbl.is Eldur kviknaði í háhýsi í New York
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Hæ, Það virðast engir vera að slökkva eldinn á vídeóinu þínu. Varst þú bara komin á unsdan.

Gunnlaugur B Ólafsson, 19.8.2007 kl. 12:50

2 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Það virðist eins og að lifa mitt í action drama að búa á þessari eyju þarna í stórborginni. En litla eyjan okkar í norðri á líka sín spennandi móment:

Ásgeir Rúnar Helgason, 22.8.2007 kl. 22:12

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Já Gunnlaugur. Ég klifraði upp á efstu hæð og pissaði á eldinn. Maður er í endalausum reddingum.

Ólafur Þórðarson, 24.8.2007 kl. 01:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 1894

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband