NYC: Eldar í Deutsche Bank háhýsinu hér rétt hjá. Vídeó og ljósmynd.

Deutsche Bank Ólafur Þórðarson Töluverður eldur hefur verið í Deutsche Bank háhýsinu í dag, hér um 200m fyrir norðan okkur.

Mikið af slökkviliði búið að keyra að byggingunni en eins og 11 Sept fyrir 6 árum, þá var hægt að labba ansi nálægt háhýsinu. Maður sá slökkviliðsmenn príla upp stillansana, hvers vegna spyr maður. Ekki sé ég ástæðu til að hætta lífi til að bjarga tómri byggingu.

Náði nokkrum vídeóum af þessu. Hér er eitt ágætt sem þið megið skoða:   

VIDEO:  http://www.youtube.com/watch?v=U3hsNoeQoFQ 

Eldurinn virtist mér sjáandi vera að mestu á 1-2 miðhæðum og í stillönsum utan á byggingunni. Það er mikill eldur sem sást á einni hæðinni (erfitt að ljósmynda) Og mikið efst, amk þegar ég tók myndirnar. Eitthvað brak féll niður og á tíma var eldur í götuhæð. Byggingin í forgrunni huldi aðal brunasvæðið sjónum en ég heyrði töluverð hrun-hljóð.  Það er óneitanlega að um mann fari hrollur, lyktin, eldar svona hátt uppi og reykurinn vekja endurminningar um 11. Sept. Þetta sést vel út um gluggann hér líka, eins og þetta fyrir 6 árum. Þannig vill til að við vorum að skoða íbúðir í báðum byggingunum í forgrunni nú í vikunni. Ein þeirra er beint fyrir framan þessa brennandi.

Deutsche Bank Mynd> Ólafur ÞórðarsonÞessi bygging spilaði stórt hlutverk 11 sept 2001 og tók mikinn skell með braki eldi og höggbylgju. Stórir hlutar úr syðri turni hrundi beint á Deutsche Bank og eiginlega fannst mér við hæfi að ekki rífa hana einmitt af því hún stóðst árásina. Hvað um það...

12. September þegar við Donna löbbuðum framhjá "The day after" í þykku ryklagi og gríðarlegar rústir allt í kring tók ég eftir margra hæða háu stykki úr syðri turni fast í norðurhliðinni. Nú er sem sagt verið að rífa bygginguna og ekki tekst betur til en að þessir eldar eru á fullu. Sé ekkert um þetta á CNN vefsíðu.

 

Viðbót:
New York Times virðist hafa vaknað:
http://www.nytimes.com/aponline/us/AP-NY-Deutsche-Bank-Fire.html?_r=1&ref=nyregion&oref=slogin 
Deutsche Bank eldur, mynd: Ólafur ÞórðarsonTók einnig þessa mynd út um gluggann hjá okkur rétt í þessu og eldurinn er í rénum eftir á að giska 4-5 klst bál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband