Áherslur samtaka fyrir nánasta umhverfi.

Eitthvað video var í boði moggans um álverið í Straumsvík, en fyrst það er auglýsing í því slökkti ég nú bara á myndinni.

En ég var að velta fyrir mér að nú eru samtök gegn álveri og allt það. Gott og vel, það er um að gera að hafa umræðu á borðinu með umhverfismál, atvinnusköpun og allt það.

En af hverju eru Hafnfirðingar ekki með samskonar samtök um að vernda það sem er af hrauninu þeirra og vernda bæjarmyndina og nánasta umhverfi? Manni sýnist mikið landsvæði hafa verið spænt upp og grafið sundur og saman. Það sem áður voru tiltölulega lítið snort landsvæði með alls kyns hraunmyndum eða sveitatúnum eru nú kaldranaleg malbikuð úthverfi í útlenskum stíl.

Hellarnir við Heiðmerkurafleggjarann (sunnan frá Vífilstöðum) þóttu manni merkilegir í den tíð, síðast þegar ég kom þar við, reyndar nokkuð um liðið síðan, var allt uppfullt af rusli, sælgætis- og gosdrykkjaumbúðum. Síðast þegar ég fór á Búrfellsgíg var svo mikill hávaði af úthverfaframkvæmdum að það heyrðist ekki einu sinni í náttúrunni, vindinum eða fuglum.

Hafnarmyndin er sannarlega umdeilanleg, með byggingum í skala sem virðast ekki henta smágerðu bæjarmynstri, að maður tali ekki um þetta moll.

Svo maður óhjákvæmilega veltir fyrir sér hvar áherslurnar eiga að vera.  Fara þær kannski eftir stærð og litavali skotmarksins?


mbl.is Vilja nýja álverskosningu í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 1891

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband