Trúflokkur geldrar hugmyndafræði lætur heyra í sér.

Enn einu sinni kemur tilkynning úr arnarhreiðrinu í borðtenniskjallaranum við Háaleitisbraut, um að nú megi alls ekki banna að selja eitthvað. Af því það er ljótt að banna sölu á ánetjandi eiturefni sem drepur fleiri Íslendinga en arnarungarnir kæra sig um að skoða. Já það eru mannvitsbrekkurnar sem hampa jólasveininum Milton Friedman það blint að ekki skiljist þegar eitthvað sem drepur sé best sett alveg til hliðar.

Samfélagslegi kostnaðurinn er auðvitað í ástvina- frænda- frænku- maka- afa- ömmu- og barnamissi. Þegar tugþúsundir íslendinga heyja dauðastríð vegna sígarettureykinga þá er auðvitað tími til kominn að vakna upp úr frjálsmarkaðssleninu og þroskast svolítið. Eða... á einhver frjálshyggjudrengjapabbinn umboð fyrir sígarettum?


mbl.is Heimdallur andvígur sölubanni á tóbaki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eða leyfa fólki bara að gera það sem það vill við sinn  líkama en ekki leyfa öðrum fasistum að ráða hverju þeir neyta. Ég reyki ekki en mér gæti ekki verið meira sama þótt Gunna nágranni fái sér rettu eftir matinn..

Aðal málið er bara að boð og bönn virka ekki í svona aðstæðum. Ef þú getur komið með eitt marktækt dæmi tek ég allt til baka.

Stebbi (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 10:22

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Þannig að ef að 16 ára unglingur fer að fikta í að reykja, þá eru það ekki fasistar sem eru að ota sígarettunum að unglingnum?

Þú veist það væntanlega að tugir þúsunda íslendinga hafa fallið í valinn vegna reykinga, allir þeirra hafa kvalist illa vegna þessa ósiðar og að sjálfsögðu ekki almennilega fattað að að þegar upp er staðið voru reykingarnar bara tómt sjálfsmorð. Ég fullyrði að flestallir myndu þeirra myndu hugsa aftur sinn gang, þar með talinn einn góður vinur minn sem féll í valinn á sl. ári.

Í sjálfu sér hef ég ekkert við það að athuga að fólk reyki. Auðvitað á það að vera undir okkur sjálfum komið hvort við reykjum eða ekki. Miðað við klæðaburðinn og annað er augljóst að við erum undir svo miklum áhrifum af og svo meðvirk í samfélaginu að það er fáránlegt að halda að maður finni upp á því sjálfur að reykja.

Svo að samfélagið hlýtur að hlúa að þeim þáttum sem bætir heilsu og gæði lífs fólks almennt og eðlilegasta mál að læknasamtök vilja tóbakið út. Læknasamtökin eru heldur ekki fasistar, heldur eru í því að bjarga mannslífum, eftir að sjúkdómur er komnn á eitthvað stig, eða þá með fyrirbyggjandi aðgerðum.

2/3 þeirra sem reykja fá sjúkdóma sem rekja má til reykinganna.

Það er auðvitað með öllu óskiljanlegt að menn séu á annað borð að verja þessa plágu, sem er ekki bara ein sígaretta eftir matinn, því tóbakkið er afar ánetjandi.

Ólafur Þórðarson, 17.9.2009 kl. 12:42

3 identicon

Er ekki komið nóg af þessu Hitler youth blæti ykkar forræðishyggjumanna? Það hafa ekki allir áhuga á því að borða roast beef og drekka vatn þangað til þeir deyja úr elli 115 ára að aldri.

"Þannig að ef að 16 ára unglingur fer að fikta í að reykja, þá eru það ekki fasistar sem eru að ota sígarettunum að unglingnum?"

Hverjir eru það nákvæmlega sem eru að ota sígarettum að unglingum? Það er bannað að auglýsa tóbak á Íslandi, það er bannað að hafa það sýnilegt í matvörubúðum og sjoppum, þú mátt ekki reykja á matsölustöðum, börum, skemmtistöðum og það er horft á þá sem reykja á almannafæri sem annars flokks fólk.

Ertu viss um að þú sért ekki bara að dramatísera þetta aðeins of mikið?

"Þú veist það væntanlega að tugir þúsunda íslendinga hafa fallið í valinn vegna reykinga, allir þeirra hafa kvalist illa vegna þessa ósiðar og að sjálfsögðu ekki almennilega fattað að að þegar upp er staðið voru reykingarnar bara tómt sjálfsmorð. Ég fullyrði að flestallir myndu þeirra myndu hugsa aftur sinn gang, þar með talinn einn góður vinur minn sem féll í valinn á sl. ári."

Að sjálfsögðu veit fólk það. Meira að segja fólk sem að byrjar að reykja veit að þetta mun að öllum líkindum drepa það á endanum. Fólk drekkur gos, borðar fituríkan mat, keyrir um án bílbeltis, keyrir of hratt, stundar óvarið kynlíf með mörgum mismunandi aðilum, reykir sígarettur, drekkur áfengi, neytir annarra ólöglegra vímuefna ÞRÁTT FYRIR

Maynard (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 17:14

4 identicon

Hmm ekki alveg það sem átti að gerast en ég held bara áfram:

[...] ÞRÁTT FYRIR að þessir hlutir geti verið þeim hættulegir. Eigum við í alvöru að banna fólki þeim þann sjálfsagða rétti að fá að ákveða sjálft hvað það gerir við eigin líkama bara af því að okkur persónulega líkar illa við þeirra ákvörðunartöku? 

Læknar eiga auk þess að hjálpa fólki þegar það leitar til þeirra eftir hjálp. Ekki að stýra neyslu almennings eftir eigin hentisemi.

Maynard (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 17:18

5 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Sú viðleitni í að minnka sígarettureykingar á sl. 2 áratugum eða svo hefur reyndar skilað miklum árangri. Pabbar sem fyrir bragðið ekki reyktu eru í þúsundatali ekki dánir enn og hugsið ykkur ef pabbadrengirnir í stuttbuxnasamtökunum... æ , æ.

Læknar eru auðvitað ekki að stinga upp á þessu banni eftir einhverri hentisemi þeirra sjálfra. Þeir eru að horfa á þetta massífa sígarettu-tengda vandamál á hverjum degi. Þeir eru að fjarlægja lungun úr fólki, aflima það, sjá líf þess fjara út... svo það er eðlilegt að þeir vilji tóbakið út úr samfélaginu.

Hreint bann er auðvitað síðasta skrefið í löngu ferli við að losna við tóbakkið og alla þá skelfilegu og mjög svo raunverulegu sjúkdóma sem fylgja. Það er fyllilega eðlilegt að þeir sem horfa upp á mannlega eymd geri það sem þeir geta til að koma í veg fyrir hana.

Svo er snarlega fyndið að menn séu að rugla saman læknasamtökum og ímynduðum persónufrelsisskerðandi kommúnistum!  Minnir mann svolítið á McCarthy, með einstrengislegar grýlu-ofsjónir. En hann er auðvitað svona gagn-indikator fyrir flestu fólki, eins og stjórnmála-trúfræðisamtökin í borðtenniskjallaranum. Ef þau halda einhverju fram þá hugsar flest fólk að svarið hljóti að vera akkúrat þveröfugt.

Stundum finnst mér eins og innflytjendur á einhverjum vörum séu að tilkynna í gegnum stuttbrækurnar að nú eigi að sporna við að hið opinbera sé að skemma gróðamylluna þeirra. Og svo standa drengirnir upp eins og róbottar og mótmæla þeim rétti að óharðnað fólk megi í kjánaskap fá að rústa lífi sínu og skyldmenna á síðari árum.

Ólafur Þórðarson, 18.9.2009 kl. 07:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband