Ingólfstorg

Fyrir mitt leyti verð ég að segja að ég hef aldrei verið neitt sérstaklega hrifinn af Ingólfstorginu. Að hluta til er það af því það dregur úr gildi Lækjartorgs sem eiginlegs torgs, Austurstræti var stíflað þar sem áður var Hótel Ísland og svo Hallærisplanið, og umferð beint inn á Hafnar og Vallarstræti á máta sem ég hef aldrei fílað.

Einnig þykir mér lítil prýði af Hlöllaísbúðinni. Gamla leigubílastöðin sem stóð þar var kannski betra hús.

Torgið sem slíkt virkar oft. Enda mikil þörf fyrir eiginleg torg á Íslandi. Ég er ekkert gefinn fyrir mótórhjólagengi með sína hávaðamengun. Tel heldur ekki að skateboarderar bæti neitt sérstaklega ímynd borgarinnar. En ég er hrifinn af tónleikahaldi og útisamkomum, í þeim felst styrkur borgarbúa sem sameiginlegri heild. 

Morgunblaðshöllin er náttúrulega puttinn sem potar í augað og sker upp þetta svæði sem sögulega var með mörgum smágerðum timburbyggingum. Merkilegt nokk, þessar byggingar sem í dag klessast aftan við timburhúsin tvö eru mun meira áberandi en Morgunblaðshöllin -hvað slæmann smekk varðar.

Ég hef ekkert á móti hóteli sem sliku, en  þessi tillaga er dæmigert með alltof stórri byggingu sem miðlar ekki nægilega stærðargráðum. Svo er afleit hugmynd að fara að stífla Hafnarstrætið en svo sem dæmigert fyrir þetta gatna-ruglerí sem einkennir borgar-óskipulagið.

Ég myndi alveg vera sáttur við að byggð séu smágerð hús með smágerðri starfsemi sem endurvekja smágert umhverfi og mannlegri stærðargráður. Munum að á "miðju" Ingólfstorgi stóð sögufrægt Hótel Ísland, sem því miður brann á stríðsárunum. Ég hefði ekkert á móti að skoða byggingar í slíkum stærðargráðum eða á þeim gömlu lóðum. Horfin er mikið af sögu kvosarinnar og í staðinn eru kaldir fráhrindandi stórir kassar sem ég veit ekki alveg hvað er í.


mbl.is Baráttutónleikar á Ingólfstorgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband