Heimsendir að koma

Þegar gúrkutíð er í fréttamennsku og núið skýtur rótum í daglegum leiðindum er alltaf hægt að grípa til æsifrétta um að heimsendir sé í nánd.

Man eftir fréttamannaefni í sjoppu-strætóskýlinu. Hann átti til að kalla "Strætó!" og svo bætti hann við með lægri röddu "...er ekki að koma." Hann fékk skólatösku í hausinn en glotti og svo hlógu allir með. Sem betur fer var strætó ekki kominn og þá var að halda áfram að hlægja og háma í sig nammi.

Þar fyrir utan held ég að þessi "frétt" sé nú aðallega auglýsing fyrir eitthvað fyrirtæki að reyna að selja grímur. Fréttin sem slík er þannig gríma og búið að mála skrattann á hana. 


mbl.is Kaupa rykgrímur og spritt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæri síðueigandi, villtu vera svo vænn að taka þessa fyrirsögn í burtu, hér er fullt af börnum inni sem jafnvel lesa bara fyrirsagnirnar og það er nóg til að gera þau hálf sturluð af áhyggjum ofaná allt annað

Kveðja,

Móðir (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 14:40

2 identicon

Ég er ekki það auðtrúa mamma! díses!

Barn (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 14:54

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Elsku móðir. Vinsamlega ekki hengja bakara fyrir smið.

Ólafur Þórðarson, 29.4.2009 kl. 15:33

4 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Fyrir utan það að allt að 2000 manns deyja úr flensu bara hér í New York á hverju ári, þá hef ég þá skoðun að þessar fréttir megi vel lúta svolítið ráðum frá læknum, landlækni t.d. og hvað þeir mæla með að gera. Ef eitthvað.

Ólafur Þórðarson, 29.4.2009 kl. 16:34

5 identicon

Bendi her med a ad andlitsgrima virka meira eins og svampur fyrir allskonar virusa og baketriur ef ekki er skift um oft a dag.  best er ad thvo hendur oft og ekki fara i vinnu eda skola ef einhver einkenni eru. 

i sambandi vid thessa faranlegu panik vil lika benda a ad arid 2006 dou um 30,000 manns her i USA af skotsarum en eg get ekki sed ad folk sjai astaedu til ad haetta ad ferdast hingad...

svakaskutla (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband