Bull?

Mikið hefur verið skrifað um það hér í BNA að umskurður dragi úr HIV smiti. 

Langstærstur hluti Bandarískra karlmanna er umskorinn.

Næstum allir Svíar eru ekki umskornir.

Ég sló þessu upp og fann að HIVsmit er SEX sinnum  hærra í Bandaríkjunum en Svíþjóð.  

Hvað segir það okkur? Jú að lítið dugar að fara að skera hluta kynfæra undan smábörnum til að laga AIDS.

Mig grunar að þeir sem agiteri fyrir þessu séu að réttlæta umskurði í eigin heimahúsum sem til komu vegna trúarsannfæringar eða öðrum gömlum kreddum. 

Því það gæti vel verið að dugi jafnvel að leggja mönnum til að ÞVO sér vel milli ástvina. 

Hvað hina sjúkdómana varðar væri líka gott að sjá samanburð á Svíþjóð og Bandaríkjunum.


mbl.is Bandaríkjamenn með umskurn á heilanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

Sóun á góðum taugaendum og afbökun á "sköpunarverkinu"     Ef það er eitthvað að marka þróunarkenningu Darwins hlýtur þessi líkamspartur að þjóna einhverjum tilgangi - rétt eins og botnlanginn - fyrst fólk fæðist enn með þetta.

If it ain´t broke don´t fix it!

Róbert Björnsson, 27.3.2009 kl. 06:24

2 identicon

Drengir hafa verið umskornir í gegnum tíðina svo mömmur þeirra þurfi ekki að horfa á þá fitla við sig, BNA fólk er bara að finna upp afsakanir eftir á

Atli Már (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 08:44

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Já og skrýtið að verið er að bera á borð í gegnum fjölmiðla furðulegar vísindarannsóknir á þjóðfélagi alls óskyldu okkar í hegðan og atferli og slíku, til að réttlæta trúarkreddur. Hverjir standa á bakvið svona?

Ólafur Þórðarson, 27.3.2009 kl. 14:20

4 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Í trú múslíma og gyðinga þykir nauðsynlegt að umskera drengi. Við verðum að virða það þó auðvitað sé leyfilegt að gagnrýna aðgerðina.

Hilmar Gunnlaugsson, 27.3.2009 kl. 18:19

5 Smámynd: Hörður B Hjartarson

Ég var að spekúlera , jú þannig er mál með vexti , að ég er víst skyldur Sigurði Einarssyni fv. bankastjóra Kaupþings , ætli hann verði ekki lengur frændi minn ef ég þvæ mér rosalega vel , ætli ég verði ekki að fara í klórbleyti , það er tilvinnandi .

Hörður B Hjartarson, 28.3.2009 kl. 03:43

6 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Já í trúarhópum ýmsum þykir líka eðlilegt að umskera stúlkubörnin. Varla eigum við að virða það líka? Nei það sem við eigum ekki að virða er ef verið er að segja almenningi í Bandaríkjunum og annars staðar að umskurður sé læknisfræðileg nauðsyn, þegar það er ekki rétt, þá þarf að gagnrýna það, hver svo sem rót bullsins er, Hilmar. og ef rótin eru gamlar kreddur, þá skulum við bara segja eis og er.

Ólafur Þórðarson, 3.4.2009 kl. 15:03

7 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Hörður, þú mættir tala við einhvern í genarannsóknum um þennan meinta skyldleika.  ; -)   Svo er spurning um að bara játa fyrir máttarvöldunum, eða bara sætta sig við orðinn hlut. Vonandi finnur frændi þinn farveg í lífinu.

Ólafur Þórðarson, 3.4.2009 kl. 15:08

8 Smámynd: Hörður B Hjartarson

Hef ekki trú á það breyttist mikið , jafnvel þó hann notaði óútþynntan klór : - (

Hörður B Hjartarson, 4.4.2009 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband