Nú við hverju búist þið?

Á Íslandi virðast sumir halda að þeir geti staðið gegn almenningsáliti í heiminum.

99% vesturlandabúa telja rangt að veiða hval og munu bregðast við samkvæmt því. Akkúrat enginn mun tala málstað Íslands í hvalveiðum og því er skynsamlegt að haga sér svolítið eftir leikreglum alþjóðasamfélagsins. Og þó, kannski munu einhverjir Norðmenn og Japanir taka undir ákvörðun um hvalveiðarnar. Á Ensku er gamall frasi sem segir "Be careful what you wish for."

Í raun er þessi ákvörðun Whole Foods bara smá úði miðað við þá holskeflu sem gæti hæglega komið að utan. Ég er hissa á að ekki hafi verið gert meira í að berjast gegn hvalveiðum Íslendinga. Almenningur erlendis ber mun meiri virðingu fyrir Greenpeace en hvalveiðatilburðum Íslendinga, svo mikið er víst! Það þarf ekki mikið til að fá almenning upp á móti Íslendingum, nokkrir vel gerðir tölvupóstar myndu duga til að stórir hópar sneiddu framhjá íslenskum vörum. 

Ekki dygði að senda út karlakór í jakkafötum til að bæta skaðann!

Þangað til almenningsálitð hefur breyst er borin von að almenningur virði þessa hvalveiðiákvörðun. Smá stopp á kaupum fiskiafurða er nóg til að strika út allann fræðilegann gróða af hvalveiðum og það margfalt. Kannski er það stoltsins virði.

Bendi á að Whole Foods, sem rekur hátt í 300 búðir í Bandaríkjunum, tekur þessa ákvörðun af því það fellur í kramið hjá kúnnum, gæti þess vegna verið vegna þrýstings frá viðskiptavinum.

Þó finnst mér hvalkjetið bara ágætt, verð bara að segja það!


mbl.is Hætta að kynna íslenskar vörur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú ekkert stórt vandamál í fæðingu hér. Þeir gætu af mörgum öðrum ástæðum viljað eyða minnu í kynningu á íslenskum vörum, t.d. gæti einhver önnur markaðssetning verið hægstæðari fyrir þá. Nú svo eru þeir ekkert hættir að selja íslenskar vörur, eins og berlega segir í fréttinni. Við þurfum ekkert endilega að mála skrattan á vegginn.

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 13:44

2 identicon

Óttalegt bull er þetta...endilega bentu mér á hvar þú fannst þessa tölu 99%?

Endilega skoðaðu svolítið myndir af mótmælum gegn hvalveiðum víða um veröldina og teldu hve oft þú sérð sömu andlitin.

Svo er ágætt að mynna á að ef þú hefur ekki uppl. um skoðanakannanir,  þar að segja hverjir eru spurðir, hve margir og nákvæmlega hvernig er spurt, eru þær ómarktækar.

v.valdimarsson (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 13:46

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Eina fólkið sem ég þekki og er hlynnt hvalveiðum eru Íslendingar. Þekki ekki neinn kana sem er hlynntur þeim, þó ég hafi búið í usa síðan 1983.

Hins vegar hef ég hitt marga kana sem líta á mig með viðbjóði þegar ég segi þeim að ég hafi alist upp á hvalkjeti.  Gæti alveg eins hafa sagt þeim að ég éti smábörn.

Ólafur Þórðarson, 21.3.2009 kl. 14:09

4 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Rétt er það Örn. Skrattinn er ekki á veggnum. Þetta er bara smá gusa. En ég held því fram að lítið þufi til að skrattinn birtist í allri sinni tign.
Forstjóri Whole Fods fer nú varla að senda bréf til forsætisráðherra ef hann er bara með venjulegar breyttar markaðsáherslur? Nei það er einhver ástæða fyrir þessu bréfi. Sjálfsagt teiikning af skrattanum?
Nú er ég að leita að myndinni af Íslenska karlakórnum í Whole Foods. Þá verður V. Valdimarsson ánægður. Líka ef almenningsálitið er bara 90% á móti hvalveiðum. Að eltast við nákvæma prósentutölu er jú að skilja ekki megin-inntakið.

Ólafur Þórðarson, 21.3.2009 kl. 14:27

5 Smámynd: Atli Hermannsson.

Það var viðbúið að eitthvað þessu líkt gerðist. Og þá getum við átt von á að þetta sé bara byrjunin. Það er ekkert stórmál að réttlæta hvalveiðar og það höfum við gert, bæði líffræðilega og með öllum þeim þjóðarrembingi sem okkur er svo tamt. En við verðum að átta okkur á því að við ráðum ekki við almenningsálitið í heiminum. Þá er borin von að við getum breytt því eða þeim tilfinningum sem liggja þar að baki. Hvort okkur finnast þær svo heimskar er annað mál og enn erfiðara viðfangs - og verðum við svo gjörasvo vel að sætta okkur við það.

Atli Hermannsson., 21.3.2009 kl. 14:28

6 identicon

Það var ekki forstjóri Whole food sem sendi þetta það var aðstoðarforstjóri, sá hinn sami og drullar reglulega uppá bak (sjá google)

Mín skoðun er nú að ef Ísland ætlar að vinna sér inn einhvað álit sem land sem mark sé takandi á bæði í umhverfismálum sem og nýtingu auðlinda, hverju nafni sem þær kunna að nefnast, þá þýðir ekki að láta tilfinningasemi ráða för eða skammtíma hugsunarhætti.

Ég veit ekki um einn íslending sem er á því að veiða nein dýr sem eru í hættu á að vera útrýmt.

'Agætt er að rifja upp Geirfugls málið ljóta allt saman, en ekkert okkar vill vera viðloðandi svoleiðis mál aftur.

'Abyrg nýting skal það vera oghananú

ps. það eru hvorki Hrefna né Langreiður i útrýmingar hættu.

v.valdimarsson (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 17:30

7 Smámynd: Róbert Björnsson

Það þýðir ekkert að reyna að segja íslendingum hvað þeir mega og hvað ekki... þeir geta allt og kunna allt og gera allt miklu betur en fúll á móti!

Þetta er bara þjóðrembingur og ekkert annað...það er engin heil brú í því að fórna hagsmunum ferðamanna-iðnaðarins sem og útflutningsgeiranum fyrir einhverja örfáa hvali sem enginn vill kaupa hvort sem er.  Meikar ekkert sense... en við megum auðvitað ekki láta helvítis vitlausu og morðóðu Ameríkanana komast upp með að "kúga okkur" til hlýðni.   Ví ar ðe Vækings jú nó!  Ví won the Þorskastríð against the Evil British Empire...yessireebob! 

Róbert Björnsson, 21.3.2009 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband