Timburpallar hjá Geysi??

Greip þetta orð í greininni um Geysi.

Fór þarna síðasta sumar með erlendann gest og þótti nóg um túrista- og hamborgaraglingrið þarna í búðinni. Eiginlega fannst maður vera að leiða vininn í túristagimmik frekar en náttúruvætti. Allt of breiðar hellulagðar gangstéttir eru um svæðið og ef fara á að setja upp timburpalla að auki þá þykir mér mælirinn geta fyllst með að hreinlega eyðileggja það. Satt að segja þótti mér lítið náttúrulegt við að koma þarna og svæðið er frá náttúrunnar hendi í vörn. Það eru ekki bara hverirnir sem eru traðkaðir og skornir og með rusli í, heldur eru lækirnir frá þeim illa farnir. Merkingar eru ekki nægilega vel gerðar eða skýrt hvar megi labba. 

Timburpallar minna mig á þetta kraðak á Þingvöllum, þar sem timbur"svalir" voru byggðar á utanverðann halla Almannagjár. Ég er nógu gamall til að muna bíltúra niður Almannagjá, þar virðist vegurinn hafa verið meira hluti af landslaginu. Og ferðalag mannsins merkilegra þar sem keyrt var í þröngri gjá, út klettahlið þar sem brúin er og Þingvellir opnuðust fyrir sjónum. Þar er einhver hugsun í gangi sem vinnur með landslaginu. Auðvtað er búið að loka því fyrir löngu nema fyrir fótgangandi.

En með svona mikið af túristum er spurning hversu langt við viljum fara í að rista gullgæsina. Vilja menn skerða gæði einstakra og óbætanlegra náttúrumynda fyrir túrismann? Er hægt að hleypa fólki á svæðið á skynsamlegri máta? Það er vandmeðfarið að skipuleggja svona svæði, kannski hollast að loka því eða takmarka aðgang? Miðað við stórkarlalegann árangur víðs vegar um landið verður líka erfitt að finna þá sem geta gert þetta rétt, af næmni og tilfinningu.


mbl.is Geysir ekki verndaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband