iPod eða SansaClip

Flottur þessi nýji iPod Shuffle. Hann getur talað við mann. Það er víst hægt að láta grafa nafnið sitt á hann.

Nú veit ég ekki hversu mörg tungumál tónlistarspilari þarf að geta talað, eða að hann þurfi á annað borð að tala við mann. Ég á "venulegann" iPod og nota hann bara aldrei.

Félagi minn Palli benti mér nefnilega á svona Sansa Clip spilara, ódýr sansa-clip-1-gb-mp3-player-1.jpgog svartur. Lítill, minni en eldspýtustokkur, svona aðeins stærri en þessi shuffle. Mér er svo sem sama um hvort er minna, maður verður nú að geta ýtt á takkana án þess að þurfa tannstöngul. 

Veit einhver hvort hljómgæðin eru betri í þessari nýju Shuffle? Eða ef einhver veit um MP3 upptöku tæki með betri hljómgæðum þætti mér vænt um að vita.

En þessi Sansa er á helmingi minna verði hér í New York. Það góða við Sansa er að í honum er líka afbragðs útvarp. Já og líka hægt að taka upp hljóð með honum þ.e. ef maður fer á fyrirlestur getur maður tekið upp.

Fyrir einn svona iPod shuffle get ég s.s. keypt 2 stk Sansa Clip sem er þá líka útvarp og með innbyggðum míkrófón. Þetta er nú ekki erfitt val fyrir mig.

Nú er ég með 3 stk svona Sansa Clip spilara; einn sem ég er alltaf með á mér, til að taka upp minnispunkta ef ég er gangandi og ýmis hljóð og stundum spila lög.

Annar er tengdur sem útvarp við græjurnar og bara með download-fyrlrlestrum og slíku. 492612.jpg

Sá þriðji er bara með barnalögum og barnaleikritum á Íslensku svo unga daman mín geti lært móðurmálið.  Sá er ýmist í barnaherberginu eða í hjólakerrunni.

Ég skrapaði nafn fyrir hvern um sig með skrúfjárni. Upphafsstafi dótturinnar o.s.frv.

Jæja, nú hef ég svipt hulunni af því sem ég nota. Enda er ég oftast frekar praktískur.

Svo er líka að ef ég týni einum eða missi óvart undir valtara, þá er mér svona næstum sama. Uss, kaupi bara nýjann á um $40- En kannski eru hljómgæðin betri í iPodShuffle? Og kannski er til spilari með betri upptökugæðum? Þætti gaman að heyra álit


mbl.is Apple kynnir öflugri en minni iPod shuffle
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ótrúlega flottur spilari.

Hilmar Gunnlaugsson, 12.3.2009 kl. 15:28

2 identicon

Get ég ekki platað þig til að senda mér eins og tvo svona spilara? :P Fæ þá ekki hér, í þessum heimshluta.

Skorrdal (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 17:42

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson

iPod eða Sansa?

Ólafur Þórðarson, 12.3.2009 kl. 18:55

4 identicon

Sansa - en ekki hvað? :P ;) Höldum okkar SÖNSUM! Hehe

Skorrdal (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 19:58

5 Smámynd: Ólafur Þórðarson

veffari@gmail.com

Ólafur Þórðarson, 12.3.2009 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband