Nafnleysinginn, hvað með hann?

Starfsmaður Toyota rekinn fyrir bloggskrif.

Menn hafa barið á brjóst sér með að "nafnleysingjar" séu eymingjar og fundið nikk-skrifurum allt til foráttu, en ekki séð að eigin skrif, í skírnarnafni, eru oft út úr kú, meiðandi og allt það.

Hér kemur eitt dæmi um hvernig málfrelsi hefur afleiðingar. Málfrelsi er í sjálfu sér ákveðin útópía nema fyrir þá sem hafa "leyfi" til þess að tjá sig. Þessi starfsmaður hefði betur bloggað undir nikki eða haldið sér saman. Nema jú ef hann er fjárhagslega sjálfstæður, þá hefur hann þau forréttindi að mega segja það sem hann vill.

Hvort hann hafi rétt fyrir sér eða forstjórinn skal ég láta ósagt um, enda veit ég ekkert um þetta mál nema að hér er áhugavert málfrelsis-mál: 

Hafa sumir meiri málfrelsisrétt en aðrir, með að skrifa undir eigin nafni?

Burtséð frá því held ég að nafnleysingjagrýlan sé skálduð upp, einmitt til að viðhalda klíkumentalitetinu sem er svo ríkjandi þvers og kruss í þjóðfélaginu. Klíkur þola jú ekki utanaðkomandi og gera úr þeim Grýlur eða kommúnista.


mbl.is Bloggari rekinn fyrir skrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað var mbl og aðrir að dissa nafnlausa því það er alþekkt að nafnlaus blogg koma upp um þvílíkan skít erlendis... elítan og trúaðir vilja ekki slíkt frelsi hér... þeir gætu lent í veseni með svikaplottin sín.

DoctorE (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband