Rauð mús að tala við Mikka mús í hvirfilvindi.

Hér er mynd sem dóttir mín Lilja teiknaði í gærkveldi. Hún varð afar þögul og gróf sig í teiknilistina. Eftir 15 mínútna einbeitingu spurði ég hvað hún væri að teikna og henni varð að svari: "Þetta er rauð mús að heimsækja Mikka mús... og Mikki mús er í hvirfilvindi." Svo skrapp hún fram og ég stalst til að skanna það sem hún teiknaði. Eiginlega er þetta þvílík snilld að ég er alveg gáttaður -stelpan rétt nýorðin 5. ára og farin að hugsa eins og fullþroskuð listakona. Þessi mynd er nefnilega súrrealísk túlkun á Dýrunum í Hálsaskógi, amma mús með regnhlífina... 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

"Rauð mús að tala við Mikka mús í hvirfilvindi."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hún á ekki langt að sækja hæfileikana, Velschow gamli og Össi frændi

Örn (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 21:32

2 Smámynd: Ransu

Óneitanlega þroskað verk miðað við stuttan feril. 

Músin er rauð vegna þess að allir eiga að vera vinir í skóginum sem er jú rakinn kommúnistaáróður.

En þar sem verkið er teiknað í poppsúrrealískum stíl en ekki sósjal realískum að þá er þetta ádeiluverk á Ameríkuvæðinguna sem hefur náð yfirtökum á fornum fjandvin og sendir hann næsta svipan svífandi um háloftin á regnhlíf.

Svo er það auðvitað dæmigert fyrir samtímalistina að listamaðurinn hefur ekki hugmynd um hvað hann er að gera fyrr en  umboðsmaðurinn hans segir honum frá því, sem tekur svo verkið og lætur það í dreifingu á meðan listamaðurinn bregður sér á salernið.

Hver hefur ekki lent í því núna á þessum verstu...?

Ransu, 7.1.2009 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband