Sammála Styrmi að Ísland verði minni útkjálki.

Ég er hjartanlega sammála Styrmi fv. ritstjóra með að Ísland, sem er áhrifalítill útkjálki, verður enn áhrifaminni útkjálki ef innganga í ESB ætti sér stað. Það er nú ekki nema rétt rúmlega hálf öld síðan Ísland fékk sjálfstæði sitt og það er engin ástæða til að afsala því á einn eða annan hátt.

Ofurtrú á markaðinn sem "okkar góða vin" er hlægileg og sýnir hvað innst inni við getum verið ginnkeypt fyrir áróðri erlendra braskara, sem síðan á Carter-tímabilinu hafa fengið að standa í pontunni með frekjuna og hrokann og lygina að vopni. Þessi feilstefna komst á fullt skrið um miðjann síðasta áratug. Ekki halda að Evróipskir braskarar komi til með að vera minna gráðugir, ef við stöndum í pilsfaldi maddömmunnar í austri. Teikning sem ég gerði 1995

Langtíma vandamálin eru nefnilega byggð á brauðfótum einkavæðingarinnar, sjálfsdýrkunarsýki á háu stigi og reglugerðarniðurrifsins, sem hefur reynst algert disaster fyrir Ísland. Efnahagslegt hrun og snarminnkuð virðing og traust alþjóðasamfélagsins á landinu er mikill skaði. Það er ekki hollt neinum að vera stimplaður svindlari.

Útrásargræðgisvæðingarsinnarnir sem oft á tíðum eru misnefndir sem einhverjir "víkingar" eru fremsti oddi þessa harakiri-sverðs sem í heild sinni er einkavæðingin. Það nagar niður fætur samfélagskerfisins og rekur sig djúpt í maga fjallkonunnar.

Ísland þarf að púsla svo mörgu saman núna, og markaðshlutdeildir í samblandi við sanngjarna dreifingu auðs eru bara tvö púsl í stóru flóknu púsluspili. Að ganga í Evrópusambandið er ekki lausn heldur tímabundinn plástur á svöðusár. Það er nefnilega ekkert sem segir okkur að Evrópusambandið komi til með að standast tímans tönn, eða vera það fyrirmyndarríki sem suma dreymir að það sé, ekki frekar en hinn vinurinn í vestri; Bandaríkin.


mbl.is Ísland áhrifalaus útkjálki?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband